Fjögur kayaknámskeið til áramóta

Haldin verða kayaknámskeið eftirtaldar helgar:

25. og 26. september. , 23. og 24. október,  20. og 21. nóvember og 18. og 19. desember.

Námskeiðin eru haldin í innilauginni í Laugardalslauginni. Kennt er frá kl. 16 til 18, bæði laugardag og sunnudag.

Þrennskonar námskeið eru í boði: Byrjendanámskeið, veltunámskeið og áratækni-framhald.

Á byrjendanámskeiði er kennd umgengni við bátinn, áratækni, félagabjörgun, notkun áraflota og stuðningsáratökin eru kynnt. Einnig er kynning á bátum og búnaði. Námskeiðið er 2x2 tímar og kostar kr. 15.000 á mann

Á veltunámskeiði er kennt hvernig á að velta kaykak, sem hefur hvolft, aftur á réttan kjöl. Námskeiðið er 2x2 tímar og kostar kr. 15.000 á mann.

Í áratækni-framhaldi er farið yfir öll helstu áratökin til að ná sem bestri stjórn á bátnum við allar aðstæður. Þetta eru sömu áratök og menn þurfa að kunna í
3 og 4 stjörnu BCU-prófunum.  Námskeiðið er 2x2 tímar og kostar kr. 15.000 pr mann.

Reyndir kennarar sjá um kennsluna og aðstaðan er á heimsmælikvarða.

Bátar og búnaður á staðnum.

Skráning fer fram hjá Magnúsi í síma 8973386 eða msig@simnet.is