Klúbbferð á Langasjó í rjómablíðu í ágúst 2007. Ferðasaga og myndir frá Sævari Helgasyni. Einnig myndir frá Páli Reynissyni.
Dagana 18-20 ágúst 2007 efndi Kayakklúbburinn til róðrarferðar á Langasjó. Skipulagning ferðarinnar fór fram á korkinum undir forystu Páls Reynissonar. Flestir gistu í Hólaskjóli í Skaftáttunguafrétti aðfaranótt laugardagsins í góðu yfirlæti. Þegar komið var að veiðihúsinu við Langasjó að morgni laugardagsins þá bættust tveir í hópnn þannig að alls urðum við tíu í hópnum , tvær konur og átta karlar.
Veður var með eindæmum gott. Reistar voru tjaldbúðir inni í norðurenda Langasjávar við SV jaðar Vatnajökuls.
Varðeldur kvöldsins var magnaður í þessu fagra og stórbrotna umhverfi. Sama blíðan hélst á bakaleiðinni að morgni sunnudagsins. Það voru sælir og ánægðir kayakræðarar sem lentu við bílana eftir 40 km róður um Langasjóþessa helgarstund.
Frábær ferð og frábærir róðrarfélagar.
Sævar H. kayakræðari