Image

Klúbbferð á Langasjó í rjómablíðu í ágúst 2007.  Ferðasaga og myndir frá Sævari Helgasyni.  Einnig myndir frá Páli Reynissyni.

Dagana 18-20 ágúst 2007 efndi Kayakklúbburinn til róðrarferðar á Langasjó.  Skipulagning ferðarinnar fór fram á korkinum undir forystu Páls Reynissonar.  Flestir gistu í Hólaskjóli í Skaftáttunguafrétti aðfaranótt laugardagsins í góðu yfirlæti.  Þegar komið var að veiðihúsinu við Langasjó að morgni laugardagsins þá bættust tveir í hópnn þannig að alls urðum við tíu í hópnum , tvær konur og átta karlar.
Veður var með eindæmum gott. Reistar voru tjaldbúðir inni í norðurenda Langasjávar við SV jaðar Vatnajökuls.
Varðeldur kvöldsins var magnaður í þessu fagra og stórbrotna umhverfi. Sama blíðan hélst á bakaleiðinni að morgni sunnudagsins. Það voru sælir og ánægðir kayakræðarar sem lentu við bílana eftir 40 km róður um Langasjóþessa helgarstund.
Frábær ferð og frábærir róðrarfélagar.

Sævar H. kayakræðari

Myndir frá Sævari H

Myndir frá Páli Reynis