Norðurljós yfir Reykjavík

Jamm og jú, þetta var frábær túr og Engey hefur alveg örugglega aldrei veriðeins flott eins og einmitt á föstudagskvöldið. Við lögðum af stað á tilsettumtíma og vorum ca. klukkutíma frá Geldinganesi enda sjór að mestu sléttur þóundiraldan hafi reyndar aðeins náð sér á strik við vesturenda Viðeyjar.Guðmundur stýrði hópnum af alkunnri fagmennsku og kenndi okkur m.a. nýtt sýstemtil að láta vita af okkur í myrkrinu. Hann lét hvern og einn fá númer, hann varnúmer eitt, ég númer tvö o.s.frv. og síðan þegar Guðmundur sagði einn, þá átti ég að segja tveir og svo koll af kolli upp í fimm (því við vorum samtals fimm)og þá gátum við vitað að allir voru hólpnir og í hóp.

Þetta hljómar kannski einfalt en einhvern veginn bögglaðist þetta fyrir okkur á leiðinni. Sumir héldu t.d. að þeir ættu að kalla JÁ hátt og skýrt þegar númerið þeirra væri lesið uppog svo voru aðrir svo æstir að þeir kölluð kannski FJÓRIR um leið og Guðmundur sagði einn. Ruglingurinn náði þó hámarki þegar Haraldur tók upp á því að byrjaá vitlausum stað í röðinni, þ.e. kalla fimm án þess að Guðmundur hefði svomikið sem sagt einn. Meira að segja Guðmundur var ekki alveg klár á því hvenærhann ætti að svara enda vita allir að einn kemur ekki á eftir fimm – eða hvað? En allt um það, um það bil þegar við komum að Engey vorum við algjörlega komnir með sýstemið á hreint og renndum okkur fram og til baka í gegnum hinar ýmsustu útfærslur kerfisins af gríðarlegu öryggi.

Við lentum á kaffistoppsstaðnum í Engey, þ.e. rétt fyrir neðan tjörnina ogfórum að skima eftir hentugu tjaldstæði í kargaþýfðri eynni. Þær voru nú ekkimargar slétturnar sem við fundum en Páll var þó fljótur að finna pláss íflæðarmálinu fyrir nákvæmlega einn mann sem hugsanlega mætti tjalda yfir. Varhann merktur vandlega svo hann týndist ekki, það væri þó a.m.k. betra að einngæti sofið á sléttu en enginn. Lendingin varð þó sú að við reistum tvö tjöld íhlöðnu rústinni við fjöruna enda er það hið besta tjaldstæði og síðan reistiThorsten sitt tjald aðeins fyrir utan, líklega af því að var myndrænna þannig. Supum á múmúmba (sem er búið til úr kakói og koníaki, að sögn Haraldar) oghéldum síðan í könnunarleiðangur um Engey. Hún er satt að segja miklu stærri enég bjóst við og fjölbreyttari, ágætlega slétt tún eru á vesturendanum í grenndvið húsarústirnar og vitann og þar væri sjálfsagt ágætt að tjalda ef menn getasofið við hávaðann frá ljósavélinni í vitanum.

Um morguninn vorum við þokkalega fljótir að koma okkur í gallann og síðan hinkruðum við örlitla stunda meðan Ingi og Þórólfur, félagsræðarar, sem hittu áokkur í Engey, supu kaffið sitt í skjóli frá fiskikassa. Nú og svo héldum viðbarasta heim á leið og máttum eiginlega ekki seinna vera því töluvert var tekiðað hvessa af austri eins og spáð hafði verið. Hefðum við verið um klukkustundseinna á ferðinni hefði ekki verið neitt grín að komast alla leið endastormurinn í fangið.

Jæja, aðrir Engeyjarábúendur verða að bæta við finnist þeim eitthvað vanta. Ég geri ráð fyrir frábærum myndum frá Thorsten.

 

Leiðangursmenn:

  • Guðmundur Breiðdal (einn)
  • Rúnar (tveir)
  • Thorsten (þrír)
  • Páll (fjórir)
  • Haraldur (fimm)

 

Höfundur: Rúnar

Myndir frá Thorsten Henn (www.image.is)

Myndir frá Páli