Eftir að sett hafði verið á flot var róið norður fyrir Sandey og þaðan beint í Þorsteinsvík, enda var þetta fyrsta félagsferð Steina formanns í sjóbátahóp, en örugglega ekki sú síðasta. Lauk svo hópurinn róðrinum í Hagavík, alls fjórtán manns, eftir frábæran róðrardag og látum við myndirnar hér að neðan tala sínu máli !!
Leiðarkort
Einn af öðrum mættum við á Select og höfðu menn á orði hvað veðrið hafði verið gott á þjóðhátíðardeginum, en á Þingvallavatni áttu menn í vændum enn betri dag!
Lagt var af stað úr botni Hestvíkur og róið út víkina að austanverðu en þar rétt við nes endann er eyja sem heitir Klumba og er öll sundur skorin af hellum sem menn heilluðust af við að róa í gegnum. Þá var róið austur fyrir Nesey, en þar eru þverhníptir klettar og töluvert af fýl. Komið var við í Heiðarbæjarhólma á leiðinni í Sandey. Eitthvað hafa menn verið orðnir nestis þurfi þegar hér var komið og gengu á land þar sem styðst var í landtöku, en farastjórinn Reynir Tómas hafði hugsað sér að róa norður fyrir eyna þar sem er örlítið tjörn með trjálundi fyrir botninum, alla vega, þarna drógu ræðarar báta á þurrt og litu í nestistöskuna og ekki var útsýnið amalegt; spegilslétt vatnið og gufan steig beint upp frá Nesjavöllum í fjarska. Þegar menn voru búnir að næra sig var haldið í smá fjallgöngu og upp komust menn á hæsta topp eyjarinnar,en eitthvað voru menn ósamála um hæðina sumir sögðu 177m yfir sjó en aðrir 174m og svo dregst frá því 101m sem er hæð vatnsins svo “fjallið” var ekki nema 73m, gengu menn svo niður af “hólnum” eftir að hafa kastað mæðinni og dáðst af útsýninu!
Eftir að sett hafði verið á flot var róið norður fyrir Sandey og þaðan beint í Þorsteinsvík, enda var þetta fyrsta félagsferð Steina formanns í sjóbátahóp, en örugglega ekki sú síðasta. Lauk svo hópurinn róðrinum í Hagavík, alls fjórtán manns, eftir frábæran róðrardag !!
Myndasafn : {2005-Thingvellir}