Veðurspá gekk eftir, léttskýjað, léttur vindur (ca SA 3m/s) og léttur hiti (3-5gr). Veðrið skapaði ekki tíðindi nema með haföldu síðustu viku sem skall á norðanmegin eyja.
Ýtt úr vör við enda Eyjaslóðar í Örfirisey. Þar er góð sandfjara þar sem jafnvel má geyma bíla en það eru líka fín bílastæði við götuna. Vitað að lítil starfsemi Olíudreifingar var þennan dag við bryggjuna en það var þarna erlent olíuskip með hásetum sem veifuðu til okkur í bakaleið.
Frá enda bryggjunar þveruðum við að Engey. Við héldum þéttum hópi því þarna er leið túristabátana sem líklega sáu ekkert í sinni ferð annað marglita markeipa með margbrotu marfólki.
Frá Engeyjar boða fórum við austan eyjar að norðurenda þar sem flest forðustum að lenda í öldubroti sem þó freistaði nokkra að leika sér í . Vestanmegin tókum við land í Vesturvör og skoðuðum miðhluta eyjarinnar, neðanjarðarbyrgi og bæjarrústir Vesturbæjar .
Frá Engey þveruðum við aftur túristabátana og rérum að Akurey, norðurfyrir og tókum land vestan megin nema þeir sem vildu lúxus lendingu í sandfjöru austanmegin. Kaffistopp í upphlöðnu birgi og umræður um komandi leiðangur GPV og lýsingar á róðarsvæði Kanadamanna.
Við enda Akureyjar voru skemmtilegar öldur sem komu sitt hvoru megin austa og vesta með eynni. Tóku nokkrir öldubrimreið á þeim sem aðeins hvoldi einum. Úr þeirri björgun var róðið að Grandahólma og þaðan til baka að Örfirisey.
18 markeipa ferð sem tók tæpar 4 klst. Fín byrjun á róðarferðum sumarsins. Þeir sem réru : Lárus, Kolla, Eymi, Erna, Sævar, Maggi, Rúnar, Þorbergur, Elísabet, Björk, Kanadamaður, Þóra, Klara, Guðni Páll, Þorsteinn, Einar Sveinn, Reynir Tómas og GIG.
Myndir frá Þorbergi , Sævari , Einar Sveini og GIG