Frá S.Perlu

Við vorum átta alls: Reynir, Perla, Gísli HF, Lilja, Sveinn Axel, Hildur, Rúnar Ólafs og Grímur Kjartans, sem lögðum upp við innri (suðvestur) enda vatnsins í nokkrum vindi í bakið. Þá var ágæt útsýn til fjalla, en á leiðinni út vatnið til norðurs bætti í sunnanvind.

Við áðum í góðri laut við upptök Grímsár við fallegan foss og flúðir þar sem straumendur voru, en á meðan gaf í vindinn.

Bakaleiðin einkenndist af baráttu við mikinn mótvind inn vatnið. Tvö okkar fóru í "róðrar- og göngudeild" klúbbsins sem myndaðist í Kolgrafarferðinni um daginn og við gengum hálfa leiðina tilbaka (vegur er inn með vatninu), hinir reru af stakri þrautseigju inn vatnið.

Spáin hafði verið þokkaleg fram á laugardaginn, varð svo aðeins stífari en ekki svo slæm eins og reyndin varð. En engu að síður ágæt útivera þegar allt kom til alls.

Myndir :