Upprunalega átti að byrja ferðina við í Álftanesi en vegna sjólags og vindáttar var byrjað í Kúagerði og endað í Álftarnesi. Voru 11 bátar á sjó og fyrsti leggurinn frá Kúgagerði að Straumi. Þá var hópurinn orðinn kaffi þurfi. Sáust nokkrir selhausar stinga sér upp úr sjónum en við nánari skoðun reydust þetta kafarar við æfingar. Það var greinilegt að sumir taka kaffið hátíðlegra en aðrir meðan flestir voru með kaffi á hita brúsa mætti ónefndur gjaldkeri kúbsinns með ný ristað og malað kaffi sem var soðið í sérhönnuðum prímus hitara með áföstu drykkar íláti. Ekki má gleyma ferskri mjólk beint af búi til að setja út í kaffið.
Eftir næringu var haldið haldið innar í hraunið í skoðunar ferð og leik. Þar týndist Lárus nokkur um stund en kom síðan aftur þegar hann var náði áttum á ný. Hélt róðurinn síðan áfram meðfram mannvirkjum álversinns og síðan manna dælunni. Ætlunin var að lenda við gólfvöll Keilis tl að rifja upp gamlar minningar frá Sædýrasafninu sem var þar forðum en aðstæður leyfðu það ekki. Var þvi Hafnafjarðar höfnin þveruð. Vegna báta umferðar var þverað í tveimur hópum.
Fjótlega eftir þverun var annað kaffistopp ferðarinnar. Ferðin endaði síðan í Álftanesi eftir 19.2 km róður í góðum félagsskap.
Hér eru nokkar myndir úr ferðinni: