Þetta var eðalróður í góðu færi. Lagt út austan megin á eiðinu og róið rangsælis um Geldinganes með viðkomu í Lundey. Kaffipása tekin þar á háfjöru og talsverðar jafnvægisæfingar á þaraklæddu stórgrýtinu í fjörunni.

21 bátur lagði í hann, 19 fóru í Lundey og hringuðu hana og 11 bátar lengdu heimferðina yfir í Fjósakletta þar sem buslæfingar voru teknar.

Takk fyrir samveruna, þetta var alveg ljómandi fínt.