Frábær félagsróður í dag, átta bátar á sjó.. Gunnar Ingi, Perla, Lárus, Sveinn Axel, Guðmundur, Palli R, Klara og Eymi.
Róið var norður og vesturfyrir Viðey og áð í Viðeyjarskálanum góða. Norðan Viðeyjar var þó nokkur norðan alda en allt gekk slysalaust fyrir sig þar til við vesturenda eyjarinnar að einn ræðarinn lenti á sundi, en því var reddað hratt og örugglega með félagabjörgun :)
Að öðru leyti gekk allt eins og í sögu, Lárus réri afturábak eins og venjulega en aðrir voru tiltölulega eðlilegir.