Frá Jónasi GHér er róðrarskýrslan.


Átján bátar á sjó. Lagt upp vestanmegin af eyðinu. Róið undir bryggjuna í Gufunesi, þar sem stefnan var fljótlega tekin á Elliðaárósa. Rerum undir austari göngubrúnna sem er verulega
flott mannvirki. Fórum upp ósinn þar til ís hamlaði för sem var næstum því á móts við B&L húsið.
Þar var snúið við og tekinn smá aukakrókur undir Grafarvogsbrúnna. þótt um tveir tímar væru frá flóði var lítill straumur enda smástreymt. Ís var í Grafarvognum þar sem snúið var til baka heim á leið.
Smá busl og trix voru viðhöfð að venju. Veður var mjög gott um -2 gráðu hiti og nánast logn.
Komið var til baka kl. 12:20.

Takk fyrir daginn.