frá dv.is

Enginn róður.  Fimm ræðarar mættu, þrír hugaðir og tveir til að kíkja á þessa vitleysingja. 

Vindur 17 m/sec NA, hviður 22 m/sec, hiti -3,5, og einhver ofankoma.  Korpa lá hálf austan við eyðið í föstu formi og hinn helmingurinn í krapaformi utan við ísinn. 

Hópurinn hélt sinn þá þétt saman með kaffibolla á spjalli inni í gámi og safnaði kjarki fyrir önnur erfið verkefni dagsins, s.s. ryksuga,  skúra og baka.

Mættu: Andri, Marc, Gunnar Ingi, Sigrún og Gísli Hf.