Jónas GuðmundssonÞað voru 12 vaskir ræðarar sem lögðu í hann í morgun í dálítilli snjómuggu en annars fínasta veðri. Ákveðið var að halda áætlun og fara Viðeyjarhring en eitthvað sóttist ferðin hægt út voginn. Það varð úr að ákveðið var að skipta hópnum þannig að þeir sem voru minna vanir myndu fara í fylgd Eyma í huggulegan útsýnistúr við Fjósakletta og nágrenni. Þeir 9 sem eftir voru héldu sem leið lá að norðurenda Viðeyjar. Nokkur undiralda var þegar utar kom og brotnaði hún skemmtilega við norðaustur endann en stefnan var þó þannig á öldunni að ekki var óhætt að taka surf þar sem slíkt gæti endað með harkalegum rocklendingum. Menn voru þó að ögra öldunni hér og þar og við norðvestur endann komst undirritaður í krappan dans þegar hann var allt í einu í stórri holu í sjónum með öldur og grjót í allar áttir. Hann reyndi að halla sé í næstu öldu en vissi ekki fyrr en hausinn snéri beint niður og hugsað þá hvað það var nú heppilegt að hann var með nýja hjálminn á hausnum. Þetta endaði vel og karlinn snéri upp þegar hann kom frá þessu og varð sér ekki til skammar


Þakka ykkur fyrir daginn kæru félagar
kv. Siggi Sig.