Tæplega 30 félagar tóku þátt í gamlársdagsróðri, 25 mættu í hinn formlega róður sem hófst kl. 10:00.  Ekki gekk veðurspá eftir og var meiri vindur en búist hafði verið við svo að skipt var snarlega um róðrarleið. Í stað þess að fara út í Viðey var róið inn í Grafarvogi og til baka. Sumir létu kuldann ekki á sig fá og tóku nokkrar veltur.  Þegar heim var komið biðu veitingar í boði klúbbsins, þar sem Eva sýndi hvers vegna Frakkar eru frægt matargerðarfólk.  Þar sem allir félagasmenn áttu ekki kost á því að fara í fyrri ferðina, þá var tekin aukaferð kl. 13:00.  Þar var mæting öllu minni, þrír ræðarar fóru Geldinganeshring með smá lykkju um Þerney.  Þá var veðrið orðið mun skaplegra, minni vindur og smá sólarglenna.

Það var frábært að sjá svona marga félaga á sjó á þessum siðasta degi ársins og vonandi höldum við áfram á sömu braut á nýju ári.

Takk fyrir aðstoðina Eva og öll hin.

Gleðilegt ár og takk fyrir samveruna á liðnu ári.

Klara.