23 ræðarar mættu galvaskir í félagsróður í góðu veðri í morgun.  Vindlega séð gekk veðurspáin ekki alveg eftir og því var ákveðið að róa út í Viðey í stað Þerneyjar.  Hópurinn var skemmtileg blanda nýrra og eldri félaga og aldursbilið var breytt, yngsti ræðarinn rétt rúmlega fermdur en sá elsti (a.m.k. í árum talið) komin á eftirlaun.  Róðurinn gekk vel undir styrkri stjórn Guðna Páls Viktorssonar róðrarstjóra og félaga.  Á bakaleiðinni fóru þeir sem vildu í ýmsar æfingar, til dæmis félagabjörgun og sjálfsbjörgun.  Athyglisvert var að sjá hvernig gekk að framkvæma félagabjörgun á tveggja manna kayakinum, þar duga engin "venjuleg" handtök.

Við vonumst til þess að þessi róður verði til þess að fjölga virkum ræðurum í klúbbnum og auðveldi nýjum félögum að mæta í félagsróður.

Jónas var skipaður myndasmiður ferðarinnar og því eigum við von á skemmtilegum myndum úr ferðinni. 

Takk fyrir samveruna í dag og takk fyrir hjálpina.

Sjáumst á sjó.