Hörpuróðurinn fór fram í gær, á Sjómannadeginum og var bara ansi fjölmennur. Það viðraði vel, hæg suðlæg átt, með stöku smáskúrum.
Frá Skarfakletti réru 22 og einir 3 úr Geldinganesi. Einn eða tveir bættust svo við í Reykjavíkurhöfn og réru með til baka að Skarfakletti. Beðið var með að fara til baka, þar til hópurinn hafði tekið þátt í björgunaræfingu með Gæsluþyrlunni. Þá „flekaði“ hópurinn sig, einn lék þar slasaðan kayakræðara, sem hífður var upp í þyrlu og var svo slakað niður á bryggjustúfinn neðan slippsins. Sá skilaði sér aftur til sjávar með stökki fram af, án atrennu. Þetta gerði Guðni Páll líka af annarri bryggju, en með atrennu.
GG Sjósportsmenn keyrðu um höfnina á 50 hestafla tvíbyttum, þræl skemmtilegum á að sjá, og gættu þess að fara ekki undir 4 mílna lágmarkshraðann innan hafnar.
Nokkur umferð var um höfnina og Rauðarárvíkina, bæði af bátum og skipum.
Þetta var fínn róður og ýmsir skemmtilegir atburðir í gangi.
Nefndin þakkar fyrir sig og þáttökuna.
Myndir frá: