Róðurinn var færður yfir á sunnudag vegna veðurs.
Við hófum róðurinn við enda Valhallarstígs og rérum sem leið lá upp Silfrulón og upp gjárnar upp að Silfru, en nokkrar ræðarar fóru inn í Silfru. Því næst var haldið niður í vatnið aftur og róið meðfram landi. Undir tjaldsvæðinu var tekið kaffistopp, þaðan var róið í endann á Arnarfellinu og við þveruðum yfir vatnið frá Arnarfellinu og yfir í Nestá. Þar var annað kaffistopp. Héldum við þá meðfram landi og rérum eftir sprungum sem liggja í vatninu sem var afar tilkomumikið og gríðarlegt dýpi. Við rérum meðfram sumarhúsalóðunum og að bílunum.
Það voru 24 ræðarar sem réru Þingvallaróðurinn. Róðrarstjóri í þessari ferð var Klara Bjartmarz.
Myndir frá: