Skemmtilegan róður á söguslóðum og án allra vandamála.
Vestanáttin, líklega um 5-6 m/s, lá inn Hvalfjörðinn og einnig inn í Kjósina þannig að vindur var með okkur inn að Laxá en síðan á móti og var nokkur alda þar sem við lentun á Búðasandi utan við Maríuhöfn. Þaðan var róið upp í vindinn, með ölduna aðeins á hægri hönd til baka. Tíminn var eftir áætlun og lauk róðri upp úr miðnætti og er þetta dimmasta sólstöðunótt sem ég hef róið í.
Þeir sem reru voru Jónas, Marc, Gummi Björgvins og Sólveig, Örlygur, Reynir Tómas, Sævar, Einar og Margrét, Daníel, Bjarni og undirritaður.
Róðurinn var að lengd og erfiðleikastigi eins og venjulegur félagsróður, en umhverfið og sagan varð til þess að hugurinn leitaði um 600 ár aftur í tímann.
Myndir frá :