Veðrið lék við okkur og skartaði náttúran sínu fegursta á þessu fallega róðrarsvæði.  Gylfi bóndi í Miðhúsum tók vel á móti okkur og lóðsaði okkur niður í fjöruna, þar sem róðurinn hófst. Rérum við að Kóranesi þar sem tókum nestispásu og héldum síðan að Knarrarnesi og áðum í Niðurnesi sem tengt er Knarranesi á fjöru. Rérum síðan vestur fyrir Knarrarnes og að landi þar sem ferðin endaði. 

12 ræðarar mættu í róðurinn, Jónas, Helga, Páll, Marc, Þorsteinn, Þorbergur, Egill, Marta, Guðmundur, Sólveig, Sveinn Axel og Hildur. 

Þetta gerði tæplega 18 km. 

Þakka ég félögum fyrir frábæran dag og róðrarstjóra (SAS) fyrir vel unnin störf.

Myndir frá: