Laugardagur Purkey
Laugadagurinn var var nýttur i dagróður i vestur átt, við lofuðum engu en stefndum á að hádegismatur yrði snæddur í Purkey, sem við og gerðum.
Guðni og Gunnar Ingi leiddu hópinn örugglega milli eyja og hólma og i gegnum strauma.
Straumurinn Knarrarbrjótur sem var á þriðja tíma á útfalli og vel straumharður, vel gekk að fara yfir hann enda öflugur hópur a ferð og var leikið og æft þar um stund áður en haldið var áfram i Purkey, þar tókum við góða hvíld við sumarhús sem stendur við vog að sunnanverðu nokkuð frá gamla bænum þar sem við ætluðum að tjalda ef plan B-gengi eftir.
Á meðan við snæddum og skoðuðum okkur um i eynni voru fallaskipti þannig að við fengum strauminn með okkur a leiðinni til baka sem var skemmtilegt enda mikil ferð á hópnum þegar mest lét en þó ekki meira en svo að allir réðu vel við aðstæður og í lok ferðar fengum við smá bónus þegar við sáum örn og unga á hreiðri tilsýndar.
Síðasta spölinn fengum við svo að kljást við mótvind sem jókst þegar leið á daginn.
Á laugardagskvöldinu var svo eins og vanalega i þessum ferðum hópast saman og grillað eða eldað og varðeldur kveiktur. Við Guðni treystum okkur ekki i skó Reynis og segja sögur og fróðleik um staðinn en höfðum nefnt það við Hildi þar sem hún er mesti sögusnillingurinn i hópnum og hvort hún gæti tekið þann hefðbundna þátt að sér sem hún auðvitað tók vel i en þar sem hún hafi lesið Akureyja sögur má sá þáttur bíða betri tíma.