Ferð klúbbsins aflýst vegna slæmar veðurspár.
Gísli Friðgeirsson fór hins vegar með sinni spúsu og tók saman eftirfarandi lýsingu:
Við Lilja fórum á Langasjó en hittum enga ræðara þar í klúbbferð eins og geta má nærri. Ferð okkar var einkaferð og ferðasagan á þannig séð ekki heima á klúbbsíðunni. Smá vangaveltur eiga þó e.t.v. erindi hér. Lilja er hægur ræðari og miðaðst okkar plan við að vera 3 daga á vatninu í stað tveggja. Við vorum í sumarleyfi og þurftum því ekki að binda okkur við að róa á laugar- og sunnudegi. Veður reyndist vera gott á sunnudeginum, þannig að við rerum stutt á laugardagskvöldi í roki og rigningu, tjölduðum í eyju eftir 7-8 km og notuðum síðan sunnudaginn til að róa inn að jökli, ganga upp í fjallshlíð ofan við upptök Skaftár og snerum síðan aftur í tjaldið á sama stað. Róið var svo til baka og haldið heim á mánudegi.
Það hefur sýnt sig að erfitt er að velja helgi löngu fyrirfram til að róa í blíðu á þessu svæði. Guðrún Nína veðurfræðingur var að skoða vindhegðun hér á landi og Jökulheimar er mesti rokrass landsins, en það er rétt norðan við Langasjó.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er:
Klúbbferð á Langasjó þarf að vera með sveigjanlegum dagsetningum og lokaákvörðun svo tekin með stuttum fyrirvara. Sjálfur hef ég tvisvar þurft að aflýsa ferð á Langasjó. Það verður síðan að ráðast hverjir komast með.