Hörpuróðurinn fór fram á Sjómannadaginn 7. júní.

Fimmtán reru frá Skarfakletti, þrjár dömur, tíu karlar og tveir stráklingar. Össur og Einar reru úr Geldinganesinu og þangað aftur í ferðalok ásamt Gunnari Inga.

Aðstæður voru flottar eins og lofað hafði verið, og meira að segja lens á bakaleiðinni.
Sem sagt enn einn vel heppnaður yndisróður Kayakklúbbsins að baki.
Nefndin þakkar fyrir.