Þann 27. Júní réru 22 ræðarar, þversnið klúbbsins af öllum aldri, getu og kyni að austurenda Viðey þaðan að Viðeyjarstofu. 

Veður gat ekki verið betra og batnaði með kvöldinu.  Hæg suðvestlæg átt og góður hiti.

Með okkur í för var æringinn Steinn Ármann sem var fenginn til að segja okkur frá Viðey. Hann hefur gædað útlendinga á hjóli um Viðey og því ekki láta hann prófa sjónarhorn okkar frá sjó og eins að koma okkur í land í eyjunni sem við róum svo oft í kringum og fræðast um hana og sögu hennar.   Steinn fór með okkur í land á austanverðri eyjunni og síðan aftur við bryggjuna þar sem við gengum upp að Viðeyjarstofu, tókum kaffipásu og heyrðum Steinn segja frá :,

 • Miljónafélaginu
 • Dabba prest og hóp6
 • Munkaklaustur með munkum sem ekki voru munkar.
 • Bruggi munka 
 • Dönskum hérum,
 • Útlendum kindum og fjársjúkdómum
 • Dönskum kóngum sem sösla undir sig kirkjueignir
 • Af hverju kirkjuhurðinn var áður fyrr galopinn
 • Járnbrautalestir sem komu í heilu lagi í land í Viðey en voru bútaðar niður og bútunum róið með smábátum í land.
 • Hestaleigu og Laxness. 
 • ofl ofl.

Góður róður og heyrðist að þarna væri búið að skapa hefð með þessari nýjung í ferðum klúbbsins.

myndir: