Það voru 21 ræðari sem hittumst við Skipavík í Stykkishólmi  föstudaginn 8 ágúst og gerðu sig ferðbúna. Veður var hagstætt milt og stillt þegar lagt var af stað um eftirmiðdaginn. Stefnan var tekin á Vaðstakksey sem er i leiðinni en þar sem landtaka er fremur erfið þar var ákveðið að róa framhjá þar sem allir ræðarar voru i góðu standi og ekki ástæða til að fara i land. Í Elliðaey komum við á fjöru  og klöngruðumst i  land.  Að afloknu matastoppi var gengið um eyna og hún skoðuð, land, húsakostur og viti.

 

Frá Elliðaey var róið vestur og norður fyrir og bjargið skoðað áður en stefnan var tekin á Fagurey en þangað er um 4 km róður sem sóttist vel, undiraldan var aðeins að stríða ræðurum sem verða sjóveikir.  Í Fagurey er auðvelt að taka land jafnvel þó lágsjávað væri og þar er ekki svarti drulluleirinn sem einkennir marga fjöruna við Breiðafjarðar eyjar. Góð tjaldstæði eru i eynni , slétt  og nægt landrými.

Að morgni  laugardags kom síðasti ræðarinn i hópinn Örlygur sem ekki hafði komist af stað fyrr. Um kl. 11 var haldið af stað vestur og norður fyrir  Arney i  góðu veðri en  á móti smá vindi, hádegisstopp var tekið i litlum vogi  við sundið milli Arneyjar og Fremri Langeyjar. Eftir hádegi var stefna tekin á Klakkeyjar og frá Eiríksvogi  gekk  hluti hópsins gekk upp og skoðaði útsýnið yfir fjörðinn meðan aðrir gengu um láglendið eða hvíldu sig. Frá Klakkeyjum var stuttur róður vestur fyrir Hrappsey um Selasund og að bæjarstæðinu  þar sem hópurinn tjaldaði. 

Kvöldið leið með spjalli,  eldað i fjörunni og hefðbundin kvöldstund  með Reyni Tómasi sem sagði okkur frá eyjunum i sögulegu samhengi, fróðlegt og skemmtilegt að vanda.

Á sunnudegi var róið heim á leið, aðeins þurfti að vaða drullu til að komast út úr bæjar voginum  þar sem ekki var  fallið að.  Róið var i Hvítabjarnarey yfir innfallstrauminn  sem tók aðeins i bátana en allt gekk vandræða laust. Stutt hressingar stopp var tekið i eynni  áður en síðasti leggurinn  yfir að höfninni var róinn.  Túrinn endaði svo við Skipavík um eftirmiðdaginn eftir rúmlega 40 km ferð.

Róðrarstjórn var i höndum Gísla H Friðgeirssonar   og nutum við aðstoðar margra ræðara  við hin ýmsu viðvik, áberandi var að fólk hjálpaðist að við bátaburð ofl. enda nokkuð þungir bátar i för. Ræðarar voru flestir þaulvanir og þeir sem minna vanir eru efldust mjög eftir því sem á  róðurinn leið.

Skemmtilegt var að fylgjast með skrifum Sævars sem lýsti ferðinni svo að segja i rauntíma og er að vanda i hans skrifum mikill fróðleikur um staðhætti, sjólag og  veður.

Mikill fjöldi skemmtilegra mynda hefur verðir birtur úr ferðinni.

Við farastjórar viljum þakka öllum þátttakendum   fyrir frábæra ferð og þann góð  anda sem ríkti í hópnum, nokkuð sem gerir þetta  farastjóra starf gefandi.

lg / gp

Myndir frá:

 
 

 

Powered by Wikiloc