Níu ræðarar lögðu upp frá höfninni í Vogum. Áður höfðum við plantað einum bíl við smábátahöfnina í Keflavík. Það hafði verið spáð frekar hvössu dagana á undan en það rættist úr veðrinu, rérum á sléttum sjó framan af, síðasta hluta leiðarinnar var einhver öldugangur. Tókum land fyrir neðan Njarðvík og fengum okkur kaffipásu. Það sást einn útselur og talsvert af fugli var kominn í björgin. Skemmtileg björg að róa undir, litrík, hellar og skemmtilegar bergmyndanir.


Þeir sem réru voru Guðni Páll, Þóra, Kiddi, Gísli K., Sveinn Muller, Þorbergur, Helgi Þór, Þormar og Indriði.

14.apríl 2018