Það voru sjö ferskir ræðarar sem sjósettu við aðstöðuna hjá Sviða á Álftanesi rúmlega 10:30.. Mótvindur var nokkur ca 8-10 m/s, þ.a. róið var með landi inn í Hafnarfjarðarhöfn. Fyrir utan aðstöðu Þyts var tekið stutt kaffistop. Á heimleiðinni var tekin bein stefna á Hlið, til að fá sem mest lens. Guðni Páll hélt áfram róðri yfir í Nauthólsvík eða Gróttu, en Lárus, Kolla, Gísli Karls, Hörður, Indriði og undirritaður skoluðum af okkur í aðstöðu Sviða. Þrátt fyrir auglýsingar bæði hjá Sviða og Þyts, þá mætti enginn úr þeim félagsskap

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi eins og jafnan og veðurspáin er góð. Ætlunin er að mæta við ós Skógtjarnar Álftanesi kl 10, fara á sjó 10:30 og róa fram og til baka eins og fram kemur hér á forsíðu. Þetta ætti að verða notalegur róður með nestisstoppi í smábátahöfninni hjá Þyt.