Breiðafjarðarferðin 3-5 júli

Það voru 18 ræðarar sem tóku þátt að þessu sinni.
Þegar við mættum i höfnina i Klauf var fagurt veður og rólegur vindur. 
Við rérum í einum áfanga út i Skáleyjar, það varð tæplega 3 tímar róður,  þar sem  höfðum mælt okkur mót við eigendur  sem tóku okkur vel. Tjaldstæðið var sléttur bali þar sem við tókum land.

 Breiðafjörður 2020 (c) Guðni Páll

Laugardagurinn var heldur vindasamari en við hefðum óskað og því var ákveðið að róa i Hvallátur sem var léttur klukkutíma róður undan vindi i byrjun og svo með öldu og vind i bakið á ská sem reyndist öllum viðráðanlegt.
Í Hvallátrum var okkur vel tekið og fengum við að skoða skemmuna þar sem trébáturinn Egill er  næstum uppgerður. VIð höfðum hugsað okkur að ef laugardagurinn yrði lygn og góður að nota tækifærið og róa yfir i Sviðnur en það var ekki reyndin og var því róið til baka i Skáleyjar eftir gott hádegis stopp.
Hluti hópsins fór i land en hinn hlutinn lengdi aðeins róðurinn. þegar allir voru komnir i land og höfðu notið veðurblíðunnar, farið i sjósund eða hvílt sig fengum við leiðsögn og sögur  ábúenda um eyjuna, skoðuðum safn Jóhannesar síðasta bónda í Skáleyjum og margt fleira sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Um kvöldið var svo safnast saman við matartilbúning með tilheyrandi spjalli.


Á  sunnudag var vindurinn 8 -10 +/-  á móti falli sem  skapaði öldur á móti okkur og á hlið sem reyndist mörgum erfitt. Brottför var við fallaskiptin og um morguninn höfðum við selflutt báta og búnað að bátahöfn þar sem auðvelt var að komast á sjó.

Guðni lagði upp hvernig við skyldum haga róðrinum, fólk var parað þannig að allir hefðu félaga. Á meðan við höfðum skjól af eyjum og skerjum gekk ferðin vel  en þegar við vorum komin út á haf var skjólið ekki til staðar og aldan náði sér vel á strik, við rérum ská á móti all stórum öldum  og almennt  gekk  fólki vel að róa í þessum aðstæðum þó að einhverjir hefðu ekki prófað sambærilegar aðstæður  áður.
Við tökum land i eyju nærri landi  og fengum þar kærkomna  hvíld  og samveri i fallegu umhverfi áður en við rérum síðasta spölinn i land, alls  var heimferðin um 4 tíma róður og 15km. 


Alls voru rónir um milli   43 og 50  km i ferðinni.

Þáttakendur voru; Ólafía, Klara, Kolla, Hrefna, Valli, Palli R. Martin, Rad Dab , Jón Gunnar, Örygur, Þormar, Þórallur, Gísli K. Gauti, Stefán Alfreð, Helgi Þór, Guðni Páll  og Lárus 

Við farastjórar þökkum þáttakendum fyrir frábæra ferð og  góðan  félagsskap,
góðar þakkir fá þeir reynsluboltar sem alltaf eru tilbúnir til  að aðstoða minna reynda ræðara þegar á reynir.


lg / gpv