Rúnar Pálmason að grilla

Daginn eftir var ekki róin nema 30 km dagleið niður á Dalvík - að mestu í blindaþoku en góðu sjólagi. Sáum ekki einn einasta kajak en tvo fiskibáta og einn ísjaka. Semsagt 80 km á 2 dögum í hinu fjölbreytilegasta sjólagi og veðri. Óhætt að mæla með þessu. Sunnanáttir voru ríkjandi og henta þær vel í þetta svæði þótt ekki hindri þær skvettugang og fjör í báru. Heiftarleg sjóriða gaus upp í náttstað í Héðinsfirði en það varð okkur til bjargar að þreytan steinrotaði okkur eins og blindfulla sjóara eftir ball. Gaman væri að vita hvort Tröllaskaginn hafi verið vinsæll til róðurs fram til þessa. Hann sló að minnsta kosti í gegn hjá okkur.

Leiðangursmenn voru Rúnar Pálmason og Örlygur Steinn Sigurjónsson. Eyþór Kári Eðvaldsson frá Hvammstanga var einnig með í för og réri fyrstu 20 km með okkur.

Þá var það Tröllaskaginn sem við settum undir um nýliðna helgi. Rérum út á föstudag kl. 17 frá Þórðarhöfða á Skagafirði á og linntum ekki látum fyrr en 50 km síðar í Héðinsfirði eftir 12 tíma róður.

Víða var róður nokkuð strembinn í þungri undiröldu og frákasti við klettastrendur en Siglufjörðurinn var þó langóþekkastur, gráúldinn með 150 cm öldur út og inn fjörðinn og vindstrengi í ofanálag.

Texti með myndum;

  • Mynd 1; Rúnar tekur land í Æðarskei á Ólafsfirði. Furðulegur staður. En fínn til að drekka kaffi og bíta í harðfisk. Þetta var seinni róðrardaginn.
  • Mund 2; Rúnar Pálmason reynir sig við grillið í Héðinsfirði.
  • Mynd 3; Örlygur Steinn eftir róður yfir Siglufjörðinn. Þarna var klukkan um 2 e. miðnætti.
  • Mynd 4; Rúnar í róðri frá Haganesvík fyrri róðrardaginn. Stefnir að Almennigsnöfum.
  • Mynd 5; Örlygur Steinn rær við Almenningsnafir fyrri daginn.
  • Mynd 6; Rúnar rær inn Héðinsfjörðinn. Klukkan er 4:30 að morgni og sjólagið engu líkt í kyrrðinni.
  • Mynd 7; Örlygur steinrotaður. Komst ekki inn í tjaldið en úti var stillt og bjart. Kannski aðeins of bjart fyrir þreytt augun.

Myndasafn : {2005-Hedinsfjordu}