Hvað er betra en KCF á Landrover?
Eins og flestir kayakmenn vita er KFC ekki bara erfðabreyttir kjúklingar heldur hópur fullfrískra ungra sveina sem hafa yndi af því að smella sér í ólgandi fossa og flúðir. Hópur þessi er skipaður mönnum á borð við Hr. Möller, Elmis, Hundinum, Johnny og Norska gimpinu Johan. Fyrir þá sem ekkert vita leggur KFC mikið upp úr því að uppgötva nýtt hvítt vatn víðsvegar um landið og telja greinarhöfundar þá hafa áorkað töluvert í þeim efnum. En hvað er það sem fær mann til að eyða öllum sínum peningum í olíufélögin og dröslast þvert og endilangt um landið í handónýtum bíldruslum?Það á eftir að koma í ljós!!!! Við hefjum ferðina á roadtrippi sem farin var síðasta sumar. Það var að kvöldi til 1. júlí sem Hr.Möller lá undir Landrovernum og gerði hann kláran fyrir 10 daga roadtrip með viðkomu á Lagarfossrodeo á Egilsstöðum . Að venju voru menn hressir og mikill eftirvænting því planið var að róa nýjar Ár og fossa bæði fyrir og eftir rodeo. Eyjafjörðurinn tók vel á móti okkur undir leiðsögn Johans og Norðanheiðars. GarðsÁin með sínar snilldar flúðir ogerfiðir fossar DjúpadalsÁr voru merki þess sem vænta mátti í þessu roadtrippi. Tvö sund, tvö face plönt og ótal tæpar línur hituðu menn vel upp.
Myndir : GarðsÁ og Djúpadalsá; 2003-Reynir/Dagur1
Egilsstaðir voru næstir á dagsskrá. Þar var planið að taka þátt í Extreme river race og Lagarfossrodeo en til þess að komast í góðan filing smelltum við okkur í GilsÁ sem er vatnslítill brattur creek. Ekki er að því að spyrja að liðsmenn KFC skemmtu sér konunglega á þessu stærsta riverfestivali landsmanna og yfirgáfu svæðið með bros á vör hlaðnir verlaunapeningum og bikurum.
Myndir: Lagarfossrodeó; 2003-Reynir/Dagur2}
Ekki þarf að leita langt að góðu vatni þegar Austur er komið og komum við fljótt að girnilegri Á sem rann niður í Reyðarfjörð og líklega aldrei verið róin. Þegar við stóðum við þjóðveginn á typpinu með rassinn útí loftið í 4°C breyttist Hundurinn skyndilega í kisu og ákvað að verða shuttle bitch þann daginn. Eftir að Elmis hafði synt í fyrstu flúðinni var ljóst að hér var alvöru Á á ferð. Þegar niður var komið óskaði Hundurinn þess heitast að hafa skilið kisuna eftir heima og verið með okkur í hasarnum því Áin var kröfuhörð og tæknileg og með þeim betri sem KFC höfðu farið.
Myndir, Fagradalsá; {2003-Reynir/Dagur3}
Til að innsigla Austfirðina varð hópurinn að líta við í FjarðarÁ. Þessi snildarÁ sem fellur niður 800m á einungis 3km er yfirfull af fossum en langt því frá að vera allir færir en samt virðast alltaf fleiri og fleiri verða færir því oftar sem maður kemur.
Myndir, FjarðarÁ; {2003-Reynir/Dagur4}
Eftir að hafa hlustað á Hr. Möller og Johan grenja endalaust yfir mynd sem þeir sáu í bók var stefnan tekin á Langanes, nánar tiltekið HafralónsÁ. Eitthvað virðast nú menn hafa gleymt þessu heimska andarnefi þarna lengst útí anal, fjarri siðmenningu og nútíma því 20km akstur á illfærum slóða í grófustu óbyggðum tók hátt á 3ja tíma. En það var vel þess virði því þegar á gljúfurbarminn var komið tók á móti okkur þessi fagri foss Laxfoss að nafni. Töldu menn hann vel færan og skriðu í svefnpokann með fiðring í maganum, fullir tilhlökkunar fyrir næsta dag. Ekki var aðkoman að fossinum fyrir viðvaninga því síga þurfti 30m ofaní gljúfrið til að komast í Ánna. Eitthvað virtist sigið trufla meltinguna hjá mönnum því Hundurinn ældi eins og Múkki enda hans fyrsta sig. Ekki létu menn það nú aftra sér því engir aumingjar eru í KFC. Fossinn var geðveikur og var þetta skrölt vel þess virði og höfum við heyrt að fleira gourmet sé innar í gljúfrinu.
Myndir : HafralónsÁ; {2003-Reynir/Dagur5}
Á leið aftur til Akureyrar var komið við í JökulsÁ á fjöllum og fengið sér smá smakk af big volume niður að Hljóðaklettum. Þegar á Akureyri var komið frétti annar greinarhöfunda að Ríkið vildi fá peningana sína og þurfti hann að smella sér til Reykjavíkur og sýna Sýslumanni framá eignarleysi sitt. Þetta kalla menn víst fjárnám. Restin af KFC hélt þó uppi fyrri störfum og luku ferðinni með glæsilegum fossi í ÞverÁ í Öxnardal. Nú geta glöggir séð hvað fær menn til þess að rífa sig upp í morgunsárið í leit að nýjum ævintýrum. Aldrei veit maður hvað kemur, geðveik Á, foss eða brjálaður veiðivörður. En eitt er víst að í góðum kristilegum félagsskap er alltaf gaman.
Gleðilegt sumar!
Jón Heiðar og Alli
Ljósmyndir; Johan. Myndir eftir hann hafa birst í Playboating