Raðróður um Faxaflóa. Veturinn 2002 til 2003 stóð Kayakklúbburinn fyrir “raðróðri” um Faxaflóa, sem fólst í því að róa á hverjum laugardegi frá þeim stað sem endað var laugardaginn á undann. Upphafið var við Garðskaga og eftir 13. róðra voru menn komnir undir Þyril í Hvalfirði. Þessi ferð er ágætis heimild um þetta svæði, sumir sem tóku þátt eru enn þekkt andlit í félagsróðrinum okkar frá Geldinganesinu enda má segja að þessi raðróður hafi svo verið upphafið af þeim róðri.
Þessar uppl. eru teknar af gömlu heimasíðunni okkar og spjalli sem fram fór á Korkinum á þeim tíma;
Kayakklúbburinn gengst fyrir róðrum á laugardagsmorgnum undir nafninu Raðróður um Faxaflóa.
Róðurinn hófst við Garðskaga og fyrirhugað er að enda við Hellnar á Snæfellsnesi einhverntímann árið 2003. Allir félagar eru velkomnir og er þetta tilvalið tækifæri til að halda sér í þjálfun og kynnast ströndum Faxaflóa betur í góðum félagsskap. Einnig er þetta gott tækifæri til að læra af þeim sem reyndari eru og prófa sig áfram við nýjar aðstæður i traustum félagsskap.
Til að hafa þetta sem auðveldast í framkvæmd þá melda menn sig saman á félags-Korknum fyrir fimmtudagskvöld, þannig er enginn einn bundinn því að mæta og stýra þessu. Á korknum geta menn raða sér saman í bíla, og ákveðið stað og tíma til að hittast og róa. Þetta er góður félagsskapur þannig að ef þér langar með og hefur ekki far, hikaðu þá ekki við að láta vita af þér.
Fyrsti leggur; Garðskagi – Keflavík.
Nokkar myndir frá Kalla Geir, Grétari og jág
{gallery}2003-Radrodur/Leggur1{/gallery}
Annar leggur; Keflavík – Dráttarbrautin í Ytri-Njarðvík.
Nokkar myndir frá Jóni (jag)Lagt af stað úr KeflavíkurhöfnVið dráttarbrautina í Ytri-Njarðvík
{gallery}2003-Radrodur/Leggur2{/gallery}
Þriðji leggur; Dráttarbrautin í Ytri-Njarðvík – Vogar.
Tekið af Korkinum;
Raðróður þriðji leggur.Nú störtum við nýjum þræði fyrir hvern legg. Þeir sem vilja setja sig inn í málið frá upphafi skulu líka lesa gömlu þræðina. Þriðji leggur hefst við dráttarbrautina í Njarðvík. Ég verð ekki með á laugardaginn en þeir sem ætla að vera með skulu melda sig inn í dag.Jói.
RE: Raðróður þriðji leggur.Gunnar Kjartansson 9/19/2002 9:44:29 AMÉg kem með, er ekki mæting klukkan 8 við Esso í Hafnarfirði, kveðja Gunnar Kjartansson
RE: Raðróður þriðji leggur.Kalli Geir 9/19/2002 10:13:59 AMJú, er það ekki...Við Gerður mætum..Það þarf eitthvað að endurskipuleggja hvernig við berum okkur að við að skilja bíl eftir þar sem Jói kerrrukall kemur ekki..
RE: Raðróður þriðji leggur.Jóhann K. 9/19/2002 12:11:08 PMÞið megið taka kerruna með. Hún er í Nauthólsvíkinni.Jói.
RE: Raðróður þriðji leggur.Gretarm 9/19/2002 3:54:55 PMÉg mæti
RE: Ra?r??ur ?ri?ji leggur.Snorri 9/19/2002 5:21:24 PMHæ,Ég og Ísól ætlum að mæta, Spurning með kerruna, þurfum við hana og er þá einhver með krók á bílnum fyrir þesslags farangur?Snorri
RE: Raðróður þriðji leggur.gretarm 9/19/2002 7:08:03 PMég hef ekki krók
RE: Raðróður þriðji leggur.Kalli Geir 9/20/2002 4:41:39 AMÉg er ekki með krók. Ef einhverjir tveir bílar mæta með einn bát hvor og hægt er að sameina bátana á annann bílinn hluta leiðarinnar þá reddast þetta, annars verðum við væntanlega að keyra til baka með bíl áður en við byrjum..
RE: Raðróður þriðji leggur.Gunnar Kjartansson 9/20/2002 6:53:27 AMÉg kem með einn bát og get því skilið bílinn eftir og keyrt bílstjóra til baka. Gunnar Kjartansson
RE: Raðróður þriðji leggur.Jóhann K. 9/21/2002 7:09:20 PMVar eitthvað róið í dag ?Jói.
RE: Raðróður þriðji leggur.Kalli Geir 9/22/2002 10:13:42 AMJá já við enduðum í smábátahöfninni í Vogum.Það mættu (explitive) ræðarar og réru í fínu veðri....
RE: Raðróður þriðji leggur.Kalli Geir 9/22/2002 10:16:00 AMexplitive???? hmmm. 6 ræðarar.....
RE: Raðróður þriðji leggur.ha 9/23/2002 11:16:07 AM(explitive)
RE: Raðróður þriðji leggur.Kalli Geir 9/23/2002 11:25:54 AMÞað hittist þannig á að fjöldi ræðaranna á íslensku merkir kynlíf á ensku og þessvegna er væntanlega orðinu skipt úr.
Fjórði leggur; Vogar – Kálfatjörn.
Tekið af Korkinum:
Raðróður 4 leggurJón Ágúst 9/28/2002 9:27:07 AMRaðræðarar hvað var ákveðið með næsta legg? Ég og Heiða höfum allavega áhuga á að vera með á Laugardaginn. Ég er að gera ráð fyrir að menn haldi áfram úr Vogunum? Ég kóperaði kort frá Lanmælingum og merkti á það næstu 11 KM frá Vogum ca. að Kálfatjörn. Ég hef ekki komið þarna lengi en held að þarna eigi að vera hægt að finna einhverja lendingarstaði
RE: Raðróður 4 leggurGretarM 9/26/2002 6:27:01 PMmæti að sjálfsögðu. kl 8.00 við Esso hafnarfirði er það ekki rétt?
RE: Raðróður 4 leggurJón Ágúst 9/27/2002 2:04:00 PMVið virðumst bara ætla að verða 2 að róa. Heiða er hætt við að róa. Ég mæti á Esso í Hafnarfirði um kl. 8 í fyrramálið. Síminn hjá mér er 893 0307.
RE: Raðróður 4 leggurGretarm 9/27/2002 5:11:23 PMÞið þarna úti ef þið ætlið að róa með okkur vinsamlegast setjið inn nafn eða eitthvað þvíumlíkt svo við vitum hve margir ætla að mæta, annars förum við bara þegar þeir sem eru búnir að melda sig með eru mættir. Hinir verða þá bara að finna okkur í fjöru.
RE: Raðróður 4 leggurJón Ágúst 9/28/2002 9:27:07 AMVið Grétar, rérum í logni og blíðu frá Vogum og að Kálfatjörn. Þó við séum góðir saman þá þætti okkur gaman að hafa fleiri með. Grétar kom með þá hugmynd að fleiri kæmu ef ekki væri lagt af stað fyrr en kl.9. Látið heyra frá ykkur hvaða tímasetning hentar. Við gerum ráð fyrir því að róa næst frá Kálfatjörn að Straumi.
Nokkar myndir frá jág
Sett á flot í VogunumVeðrið var frábært og hæfileg alda
Grétar og Jón ÁgústGrétar fyrir utan KálfatjörnGóð sandfjara tók við okkur við Kálfatjörn.
{gallery}2003-Radrodur/Leggur4{/gallery}
Fimmti leggur; Kálfatjörn – Straumsvík.
Tekið af Korkinum;
Raðróður 5. leggurÓttar 10/7/2002 12:51:02 PMEf ég á að segja fyrir mig, þá finnst mér bara best að fara sem fyrst af stað. En ég get nú ekki verið að ákveða þetta fyrir alla því ég hef bara mætt einu sinni. Ég hugsa þetta þannig að ef maður er að fara að róa fyrir hádegi á annað borð þá er 8 skárra en 9 því þess meira er eftir af deginum þegar maður er búinn að róa. Svo er líka vert að hafa í huga að með vaxandi skammdegi er skárra að hafa birtutímann fyrir sér ef hópurinn lendir ófyrirséð í tímahraki. Það er mun skárra að róa í myrkri ef það er að birta til en ef það er að skyggja. En svo getur líka verið að þegar líður á haustið verði ákveðið að fara seinna af stað til þess að vera ekki að róa í marga tíma fyrir birtingu.Hvað finnst ykkur?
RE: Raðróður 5. leggurKalli Geir 9/30/2002 6:55:34 AMMér persónulega fynnst kl. 8 fínt, en ég hef alveg skilning á að það sé ekkert sérstaklega auðvelt að koma börnum í pössun uppúr kl. 7 á laugardagsmornum. Annað sem mér fynnst að mætti skoða er lengd leggjana, en mér persónulega fynnst að rúmlega 10 km. leggir of stuttir, og á mörkunum að maður nenni að taka fram bát fyrir svona stuttan róður.. Hvað finnst ykkur.
RE: Raðróður 5. leggurJón Ágúst 9/30/2002 7:53:38 AMÞað hentar mér vel að leggja af stað kl. 8 og ég vil gjarnan vera kominn heim aftur fljótlega eftir hádegi. Þannig að vegalengd sem rúmast innan þess tíma passar fyrir mig. Ég bendi á Kortaskjáinn hjá ww.lmi.is þar eru 1:100 000 kortin og mælistika ef men vilja mæla út vegalengdir og koma með tillögur um vegalengdir.
RE: Raðróður 5. leggurKalli Geir 9/30/2002 8:26:48 AMÞað er ótrúlega klikkuð mælistikan í þessu tóli frá Landmælingum. Ég tók vegalengdina frá Kálfatjörn í Straum og fékk út heildarvegalengd upp á rúmlega 80 km.
RE: Raðróður 5. leggurÓttar 9/30/2002 12:56:32 PMLengd leggjanna verður að miðast við þann hóp sem mætir í hvert skipti. Ef það eru sprækir ræðarar í hópnum er eðlilegt að það sé róið lengra. En það verður að hafa í huga að hópurinn kemst ekki hraðar en sá sem fer hægast því að öryggi kæjakmanna felst í þvi að halda hópinn. Sérstaklega þegar sjáfarhiti fer lækkandi. Það er gaman að róa í stórum hóp en það er oft á kostnað ferðahraðans. Þá einbeitum við okkur að því að njóta félagsskaparins og segjum sögur og syngjum meðan við róum.
RE: Raðróður 5. leggurGretarm 9/30/2002 4:50:55 PMMér er alveg sama hvort það er kl 8.00 eða seinna, en þar sem við erum að færast nær Reykjavík þá styttist sá tími sem fer í að koma sér á flot svo ég sé ekkert því til firirstöðu að hittast um 8.30- 9.00 svona fyrir ykkur hina sem þurfið að redda pössun o.s.frv
RE: Raðróður 5. leggurSnorri 9/30/2002 5:29:37 PMÉg er sammála því að miða lengdina við hópinn sem rær í það og það skiptið. Varðandi tímann, þá er 8 í góðu lagi frá mínum bæjardyrum séð, það er jafn erfitt/létt að fá parnapössun kl 8 og 9, á laugardagsmorgnum.snorri
RE: Raðróður 5. leggurJóhann K. 9/30/2002 6:29:29 PMEr ekki málið að málið að mæla dagsverkið í róðrartíma frekar en vegalengd.Hvað segið þið um þrjá til fjóra tíma í bátunum. Ég er fylgjandi því að miða við að leggja af stað um klukkan átta en finnst einnig sjálfsagt að taka tillit til þeirra sem ekki komast svo snemma, segið bara til.Jói.
RE: Raðróður 5. leggurKalli Geir 10/1/2002 5:34:37 AMJói mér líst vel á þetta með róðrartíman því það var þetta sem ég var að meina þe. að vera ekki farinn heim eftir 1-2 tíma... Mér er alveg sama hversu langt er farið þannig lagað heldur það að maður fái viðunandi langan róðrartíma út úr ferðinni.
RE: Raðróður 5. leggurJón Ágúst 10/1/2002 5:41:35 PMRóður í 3 tímar hljómar ágætlega ef lagt er að stað ekki mikið síðar en kl. 8. Það er rétt hjá Kalla Geir, mælistikunni hjá Landmælingum er ekki treystandi. Ég mældi þetta með annar stiku, leiðin frá Kálfatjörn að Straumi er tæpir 16 km miðað við að fylgja ströndinni nokkuð vel, það eru síðan rúmir 6 km. í viðbót ef menn vilja róa inn í Hafnarfjarðarhöfn. Ég stefni að því að vera með á laugardaginn, verð ekki í bænum fyrr en á föstudagskvöld, kýki þá á vefinn og sé hvað þið eruð búin að plana.
RE: Raðróður 5. leggurJón Ágúst 10/2/2002 3:57:36 AMSetti kort af leiðinni frá Kálfatjörn til Hafnarfjarðar.
RE: Raðróður 5. leggurGunnar Kjartansson 10/2/2002 5:33:33 AMÉg kem á laugardaginn. Mér finnst ágætt að hafa þetta svolítið sveigjanlegt með tíma og vegalengd þannig að mismunandi aðstæður ráði svolítið ferðinni. Mér finnst t.d. alveg upplagt að róa lengra ef veður er mjög gott og ef fólk hefur möguleika á að vera svolítið lengur þann daginn. Svo eigum við örugglega eftir að lenda í því að fella niður róður vegna veðurs og líka að athuga mögukleikann á að færa til milli daga ef verður er hagstæðara á sunnudag. Kveðja, Gunnar
RE: Raðróður 5. leggurSteini 10/2/2002 11:28:55 AMEr ekki rétt að menn komi þessum myndum og kortum frá raðróðrinum á heimasíðuna okkar ? Gummi vefstjóri er örugglega til í að ganga frá því gjb@simnet.Is
RE: Raðróður 5. leggurÓttar 10/2/2002 12:03:44 PM.......og láta ferðasögur hvers leggs fylgja með. Þetta á eftir að verða mjög merkileg heimild um starf klúbbsins eftir fá ár.
RE: Raðróður 5. leggurjoi bert 10/2/2002 9:01:45 PMhvar á að byrja næst
RE: Raðróður 5. leggurKalli Geir 10/3/2002 4:39:25 AMVið Kálfatjörn...RE: Raðróður 5. leggurJóhann K. 10/3/2002 4:40:16 PMÉg mæti á laugardaginn. Það spáir að vísu leiðinda þræsingi svo kannski verður að láta veðrið ráða einhverju um róðurinn. Fylgjumst með útlitinu og ráðum ráðum okkar á morgun.Jói.
RE: Raðróður 5. leggurGretarM 10/3/2002 5:25:04 PMÉg mæti ef viðrar til róðrar. það getur verið mjög slæmt þarna ef vindur stendur upp á land. Veit ekki hvernig er með lendingar á leiðinni.
RE: Raðróður 5. leggurKalli Geir 10/4/2002 5:13:46 AMVið komum....
RE: Raðróður 5. leggurGunnar Kajrtansson 10/4/2002 5:20:01 AMHöfuðborgarsvæðið: Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning er líður á morguninn. Suðaustan 13-18 og meiri úrkoma í nótt. Hiti 5 til 10 stig. Kem ef veðrið versnar ekki.
RE: Raðróður 5. leggurJóhann K. 10/4/2002 3:11:45 PMÉg mæti við ESSO Hafnarfirði klukkan átta.Jói.
RE: Raðróður 5. leggurGrétarM 10/4/2002 7:54:15 PMHér er hægt að sjá núverandi veður á nokkurm stöðum á leiðinnihttp://www3.vegag.is/faerd/sudvest1.html
RE: Raðróður 5. leggurJóhann K. 10/5/2002 1:01:31 PMÞað voru átta ræðarar sem réru frá Kálfatjörn að Straumi í hæglætisveðri og ellefu stiga hita. Nú verður spennandi að sjá hvar við endum næst. Takk fyrir daginn.Jói.
RE: Raðróður 5. leggurJón Ágúst 10/6/2002 5:36:25 PMTakk sömuleiðis. Ég missi líklega af næsta legg, en ég mældi leiðina á korti frá Straumi í Nauthólsvík, miðað við að komið sé við í morgunkaffi í Fjörukránni og síðan róið út fyrir Álftanesið er vegalengdin u.þ.b. 20 km.
RE: Raðróður 5. leggurGunnar Kjartansson 10/7/2002 12:51:02 PMÞetta var alveg frábært, mæli með að Jói fái orðu fyrir að starta þessu.Kveðja, Gunnar
Nokkar myndir frá Grétari og jág
Gert klárt fyrir róðurSandfjaran góða notuð var ekki notuð vegna óhagstæðra sjávarfalla
Hring eftir HringKalli Geir notar tækifærið og æfir veltuna
Jói fylgist meðVið Straum gætti enþá óhagstæðra sjávarfalla
{gallery}2003-Radrodur/Leggur5{/gallery}
Sjötti leggur; Straumsvík – Nauthólsvík.
Það tókst loksins að ljúka 6. legg í 3 tilraun á fallegum sunnudagsmorgni. Það var reyndar frekar kaldranalegt þegar komið var að Straumi og nokkur alda. 5 ræðarar réru af stað og þegar komið var í Hafnarfjörðinn þá reis sólin upp og það hlýnaði og lægði. Róið var í Nauthólsvíkina um 20 km. Og tók það rúma 3 tíma. Myndirnar hérna að neðan eru úr ferðinni flestar teknar af Grétari og hafi hann þökk fyrir, það er mun skemmtilegra að geta skreytt þetta með myndum.
Nokkar myndir frá Grétari og jág
Gert klárt fyrir róður
Kalli Geir, Jón Ágúst, Gerður, Guðmundur og Grétar
Menn voru vel dúðaðir til að byrja með
Þegar nær dró Hafnarfirði var veðrið orðið mjög gott
Við komum við og skoðuðum þurkvínna í Hafnarfjarðarhöfn
Sumir voru með styrktaraðila
Slakað á í Hafnarfjarðarhöfn
Haldið út úr höfninni og út með Álftanesinu
Farið fyrir ÁlftanesiðVið Álftanesið hittum við tvo ræðara sem ekki höfðu mætt í raðróður
Ljúft var að renna upp í sandströndina í Nauthólsvíkinni
{gallery}2003-Radrodur/Leggur6{/gallery}
Sjöundi leggur; Nauthólsvík – Reykjavíkurhöfn.
Það voru sjö ræðarar sem réru sjöunda legg síðasta laugardagsmorgun. Anna María, Baldur, Guðmundur, Jóhann, Kalli, Ófeigur og maður sem ég bara því miður veit ekki hvað heitir. Lagt var af stað kl. 9:30 frá Nauthólsvík eftir að hafa þegið kaffiveitingar hjá Steina kl. 8:00. Það var svolítill vindur en en fínt að róa. Það var lens út að Gróttu og svo á móti inn að höfn... Komið var í Reykjavíkurhöfn kl. 12:30 eftir skemmtilegan róður við fínar aðstæður. Mér skilst að Baldur hafi haft eitthvað meðferðis sem þarfnast nánari skýringar fyrir næsta legg. Steini veit meira um það.
Hvað setti Steini í pokann? Er þetta pokinn sem Baldur gætir?Komið með í næstu ferð eða takið á móti hópnum í Geldinganesi og þið fáið að vita svarið.
{gallery}2003-Radrodur/Leggur7{/gallery}
Áttundi leggur; Reykjavíkurhöfn – Geldinganes.
Það voru átta ræðarar sem réru áttunda legg laugardagsmorguninn 16. nóvember. Lagt var af stað úr dráttarbrautinni í Reykjavíkurhöfn um níuleitið. Verðrið var lyngt og gott þegar byrjað var að sjósetja, en hvessti nokkuð fljótlega þannig að róðurinn út í Viðey var nokkur barningur með rokið beint á móti en sóttist þó nokkuð vel. Legið var í vari við Viðey þar til allir höfðu safnast þar saman og síðan haldið í rólegheitum inn í Gufuneshöfn þar sem sumir fengu sér kaffisopa. Síðan var rennt beint inn að eiðinu við Geldinganes. Þegar komið var í búðir klúbbsins tók Baldur upp úr farangri sínum mynd sem fylgt hefur klúbbnum í þeim húsakynnum sem hann hefur haft. Baldur lýsti því yfir að hann hefði þar með flutt anda klúbbsins í nýju aðstöðuna og vonum við að hann eigi eftir að blómstra þar og margir að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Baldur upplýsti ennfremur að stjórnin hefði hafið viðræður við Reykjavíkurborg um framtiðarskipulag og var hann bjartsýnn á framtíðina.
Texti með myndum;
Það var enn myrkur er sett var á flot í dráttatbrautinni.
Horft til baka úr Viðey og veðrið gengið niður
Guðjón notaði tækifærið og fékk sér heitt kaffi í Gufunesi
Óttar vildi vera viss um að hann fengi að vera með á myndinni
Baldur og fríður hópur fylgdarmannaHér skal myndin vera og góður andinn ríkja.
{gallery}2003-Radrodur/Leggur8{/gallery}
Níundi leggur; Geldinganes – Svínabúið á Kjalarnesi.
Þá er níunda legg lokið. Mætt var á Geldingarnes milli 8:30 og 9:00 veðrið þá lofaði ekki góðu. Eftir að hafa hringt í veðurstofuna og fengið gefið upp 14 m/s á Kjalarnesi voru menn á því að hætta við. Samt var ákveðið að kanna aðstæður og var ekið upp á Kjalarnes í þeim tilgangi. Þegar komið var aftur í Geldingarnes var orðið bjartara og útlit allt skárra þannig að ákveðið var að leggja í hann. Farið var á flot 10:30 í ágætis veðri sem breyttist í bongóblíðu á Þerneyjarsundi. Þegar komið var í mynni Kollafjarðar var þónokkur vindstrengur sem stóð út úr honum ásamt útfallsstraumi. Aðeins var róið inn í Kollafjörðinn og yfir og síðan þægilegt lens að Brimnesi. Þar tók við hressilegra lens yfir Hofsvíkina og að Kjalarnesi. Endað var fyrir neðan Svínabúið á Kjalarnesi kl. 13:30 betur þekkt sem fyrsta stopp í Hvammsvíkurmaraþoni.
Þrír tóku þátt. Guðjón, Guðmundur og Kalli GeirHressir kappar komnir á áfangastað, í fallegu veðri
{gallery}2003-Radrodur/Leggur9{/gallery}
Tíundi leggur; Svínabúið á Kjalarnesi – Eyri.
Þá er raðróðurinn loksins kominn í gang aftur og tilvalið að nota tækifærið og sjósetja á laugardagsmorgnum í góðum félagsskap. Það réru 5 ílaugardaginn 19. apríl, 10. legg, frá Brautarholti inn á eyðið þar sem 2 stopp er í Hvammsvíkurmaraþoni. Þessi leggur var um 13.7 km. Það var smá alda í upphafi en síðan brast á þessi bongó blíða. Mikið af líf á þessari leið fuglar og selir.
Þeir sem réru voru Grétar, Jóhann, Snorri, Bragi sjóhundur og Sveinn.
Ellefti leggur; Eyri – Hvammsvík.
{gallery}2003-Radrodur/Leggur10{/gallery}
Það mættu sjö kajakræðrarar í Raðróður nr.11 . Að þessu sinni lá róðrarleiðin frá Hvalfjarðareyri til Hvammsvíkur í Hvalfirði. Í upphafi ferðar var nokkur vindstrengur út Hvalfjörðinn og aldan hvít í föll, en fljólega lægði og gerði logn og sólskin mikið. Róið var inn Laxvoginn og að Maríuhöfn þar sem á miðöldum var stærsti kaupstaður landsins, en þess sér engin merki nú. Þá var aðalverslunargatan – Maríuhöfn-Leggjabrjótur-Skálholt. Svona breytast tímarnir. Tekið var gott fjörustopp við Hlein á Hálsnesi og að því búnu var róið með ströndinni í átt til Hvammsvíkur. Fjallasýn varð brátt tilkomumikil, Þyrill, Hvalfell og Botnsúlur birtust hvert af öðru. Þegar við komum fyrir Hvammsvíkurhöfðann og lokastefnan á Hvammsvíkina var tekin ,skall skyndilega á kröftugur vindstrengur á móti. Þegar við lentum í fjörunni í Hvammsvík höfðu 15,5 km verið rónir. Skemmtilegri kajakferð var lokið .
Róðrarfélagar í þessum 11. raðróðri voru Jóhann, Nína, Guðmundur B, Snorri, Sveinn, Elli og Sævar H.
Myndirnar eru frá Sveini Helgasyni og textinn frá Sævari Helgasyni.
Texti með myndum;
Kajakræðrarar að gera sig klára í bátana á upphafstað róðrar, á Hvalfjarðareyri.
Góð aðkoma er niður á Eyrina og stutt í góða fjöru þegar niður vegaslóðann er komið.
Þarna er gott að hefja róður og enda,með strönd Hvalfjarðar.
Í baksýn er Akrafjallið handan Hvalfjarðar.
Snorri búinn að ýta úr vör og gerir klárt fyrir róður frá Hvalfjarðareyri
Nína tilbúin í róðurinn. Í baksýn er fjaran á Hvalfjarðareyri og Eyrarfjall gnæfir þar yfir.Jóhann spáir í ölduna og sjólagið í upphafi ferðar
Allt klárt og Snorri gefur í. Raðróður 11 er hafinn.Róið frá Hvalfjarðareyri. Í baksýn til vinstri eru Hamraendar með sérkennilegum eindranga í forgrunni.
Á Hvalfirði utan Hvalfjarðareyrar. Akrafjall í baksýn.Róið inn Laxvoginn.Guðmundur B. á róðri inn Laxvoginn. Eyrarfajall í baksýn og uppaf fjöruborði eru Naust, gömul verbúðaaðstaða frá liðnum öldum.
Róið út Laxvoginn. Í baksýn er Reynivallaháls til hægri. Þúfufjall skagar þar fram fyrir, handan Hvalfjarðar. Fremst er Hálsnes og uppaf fjöruborðinu til vinstri er Maríuhöfn á Búðasandi.
Aðeins sér fyrir lóninu sem fyrr á öldum var fært hafskipum þeirra tíma, en hefur smá fyllst af sandi og möl í tímans rás. Þarna var á 14. öld stærsti kaupstaður landsins. Þegar Maríuhöfn lagðist af sem kaupstaður tók Hafnarfjörður við. Við Maríuhöfn er af mörgum talið einn fallegasti staður í Kjósinni.
Það er hægt að sjá margt merkilegt á kajakróðri með ströndum fram og saganblasir víða við.
Róið inn Laxvoginn. Í baksýn er Skarðsheiðin. Róðrarfélagarnir Guðmundur B., Jóhann, Nína og svo aftar Elli.Róðrarpása á Laxvogi.
Kajakræðrarar spá í náttúruna í Kjósinni.Séð út Hvalfjörðinn.
Akrafjall til hægri handan Hvalfjarðar og Hvalfjarðareyri yst til vinstriLagt af stað frá Maríuhöfn við Búðasand. Í baksýn er Eyrarfjall til hægri og norður hlið Esjunnar þar fyrir handan með Eilífsdal til hægri við miðja myndSævar H. og Guðmundur B. halda frá MaríuhöfnSveinn siglir að hópnum. Í baksýn er Skarðsheiðin fjær , Hálsnes nær og Búðasandur ofan fjöruborðs.
Stefnan tekin í átt til Hvammsvíkur frá Laxvogi
Snorri og Jóhann við Hlein framan við Hálsnes. Í baksýn er Meðalfell í Kjós og Möðruvallaháls yst til hægri.
Róið inn til lendingar fremst á Hálsnesi innan við Hlein. Þarna höfðu róðrarfélagar í raðróðri nr 11 góða pásu - fjörustopp. En á þessum stað var róðrarleiðin hálfnuð.
Þarna eru góð lendingarskilyrði.HálsnesLending í fjörustopp
Róið í spegilsléttum sjó í átt til Hvammsvíkur, undan Stömpum.Guðmundur B. rær mikinn undan Stömpum á leið í Hvammsvík
Sveinn á góðu skriði skammt undan Hvammsvík. Í baksýn Skarðsheiði fjærst og síðan norðurströnd Hvalfjarðar með Saurbæ fyrir miðju.
Sveinn kominn í hópinn. Nú var stutt í Hvammsvíkina sem var endastöð í þessum 11 legg raðróðursins um Faxaflóa.
Skömmu eftir að þessi mynd er tekinn skall á okkur hressilegur hnúkaþeyr sem hélt okkur við efnið allt uppí fjöru í Hvammsvík.Róðrarleiðin sem við fórum er mjög skemmtileg, fjallasýn stórbrotin og fjörusýn af sjó margbreytileg og sagan um aldir, allt um kring.Þetta er róðrarleið sem mælt er með.
{gallery}2003-Radrodur/Leggur11{/gallery}
Tólfti leggur; Hvammsvík – Syðst í Botnsvogi.
Lagt var af stað frá Hvammsvík í Hvalfirði 9:30 eftir stutt spjall við Pétur í Hvammsvík. Stefnan var tekin á Brynjudal u.þ.b 8 km leið. Sumir vildu taka raðróðurinn alvarlega og róa að upptökum Brynjudalsár yfir Leggjabrjót og yfir á Þingvallavatn en það er nú önnur saga. Þaðan var stefnan tekin inn í Hvalfjarðarbotn en látið var nægja að róa aðeins inn fyrir mynnið og yfir það. Þar var tekið land og nestið tekið upp. Að lokum var stefnan sett yfir Hvalfjörðinn aftur og endað í Hvammsvík þar sem róðurinn hófstum tvöleitið. Heildar vegalengdin var 18.5 km. Þetta er mjög falleg leið að skoða frá sjó klettar og gömul mannvirki frá stríðsárunum.
Myndir og texti eru í boði Guðmundar.
Þeir sem tóku þátt voru: Guðmundur, Hörður, Jóhann, Sveinn og Tryggvi.Jói bjartsýnn að venju
{gallery}2003-Radrodur/Leggur12{/gallery}
Þrettándi leggur; Syðst í Botnsvogi – Þyrill.
Laugardagur 21.06.2003 raðróður leggur 13.Róið um strandlengju Botnsflóans.
Ræðarar voru Baldur Eiríksson, Óttar Kjartansson, Skúli Magnús Þorvaldsson og Tryggvi Már Gunnarsson.
Veðrið lék við okkur, logn og sólskin, róðurinn átakalítill og þægilegur. Helst bar til tíðinda að við rerum inn flóann um það leyti sem var að byrja að flæða að og var oft grunnt á því góða þegar nær dró Botnsánni. Okkur tókst þó að koma okkur undir brúna og eitthvað reyndu Skúli og Baldur með sér í flúðasiglingum en fannst sem Seayak væri kannski ekki liprasti straumbáturinn á markaðnum. Mikið var um æðarfugl með unga á ferðinni og selur fylgdist með úr fjarlægð. Við áðum stutta stund á grasbala innst í flóanum í algeru stillilogni og sól með tignarlegt Hvalfellið í bakgrunni. "Við hefðum tekið myndir en áttum engan kubb" eins og segir í laginu, þ.e.a.s. við klikkuðum alveg á myndatökunni en þó læt ég fylgja með teikningu af leiðinni á korti til þess að auðvelda þeim sem vilja halda áfram að finna næsta upphafsstað..........