Búnaður og upplýsingar sem Kayakklúbburinn mælir með fyrir róðra með ströndum landsins.

Rötun og öryggi

 1. Áttaviti
 2. gps-tæki, helst með kortum
 3. landakort, plöstuð til að nota á dekki
 4. sími
 5. VHF-stöð með sjórásum
 6. SPOT ferilsendir
 7. PLB neyðarsendir skráður hjá Gæslunni

Annar búnaður

 1. Þurrgalli
 2. björgunarvesti
 3. hjálmur
 4. varaár
 5. toglína
 6. neyðarblys
 7. endurskin ofan á bát

Dagleg samskipti

 1. Spá um veður og sjólag
 2. tilkynningar til Vaktstöðvar siglinga
 3. flóð og fjara og fallastraumar við annnes

 

Nauðsynlegt er að þeir sem hyggjast róa hringinn eða róa á svæðum þar sem sérstakrar aðgæslu er þörf, kynni sér vel upplýsingar um veður, sjólag, strauma, flóð og fjöru.  Nauðsynlegt er að hafa landakort og sjókort, neyðarnúmer, upplýsingar um skipulag björgunarmála, um varasama staði vegna fjallabylgna eða vindstrengja, um langar strendur án lendingar, um hættulega staði vegna brota á blindskerjum eða sandrifjum, um lendingar við jökulár, og til dæmis innsiglingu í Hornafjörð, hættu á sandroki og fleira.  Þá er og nauðsynlegt að hafa upplýsingar um til dæmis þéttbýliskjarna með verslun og læknishjálp og um veika punkta í dreifikerfi síma.

Kayakklúbburinn beinir þeim eindregnu tilmælum til þeirra sem ætla að róa með ströndum Íslands að kynna sér vel allar mögulegar leiðbeiningar og hafa samráð við til dæmis Landhelgisgæsluna varðandi ferðir og fjarskipti ef lengri ferðir er að ræða. 

Helstu vefsíður:

Veðurspár:  www.vedur.is, www.belgingur.is

Frí kortasjá á netinu til undirbúnings:   https://loftmyndir.is//k/kortasja.php?client=rarik

Kort til að kaup og hafa með sér:  www.ferdakort.is, www.lmi.is, http://www.iskort.is/, http://www.forlagid.is/?cat=84

Landhelgisgæslan:  http://www.lhg.is/

Neyðarlínan og appið frá þeim:  http://www.112.is/, http://www.112.is/neydarlinan/112-iceland-app/

Save travel: http://www.safetravel.is/

Upplýsingar um gsm-samband:

GSM non-coverage:  http://www.pfs.is/fjarskipti/kort-og-tidnitoflur/gsm-skuggakort/

3G non-coverage:  http://www.pfs.is/fjarskipti/kort-og-tidnitoflur/3g-skuggakort/

http://www.vodafone.is/simi/gsmaskrift/svaedi/

http://www.siminn.is/servlet/file/Dreifikerfi_Simans-Nov2014.pdf?ITEM_ENT_ID=8104&COLLSPEC_ENT_ID=3

https://www.nova.is/thjonusta/thjonustusvaedi/