Sjókajakmótið Egill Rauði er um næstu helgi. Langtímaveðurspá er áreiðanlega mjög góð og samkvæmt alþjóðlegri stemningsspá verður feykilega gott stuð alla helgina. Dagskráin er að vanda sérlega glæsileg og hún hentar bæði byrjendum sem lengra komnum. Tveir erlendir leiðbeinendur verða á staðnum og það er auðvitað sérstakur fengur að þeim. Smellið á Read more eða heimsækið heimasíðu Kaj, www.123.is/kaj
Egill Rauði sjókajakmót Norðfirði hvítasunnuhelgina 21.-24. maí 2010
Sjókajakviðburður fyrir byrjendur sem lengra komna. Erlendir og innlendir
leiðbeinendur.
Í boði verða ýmis kajaknámskeið, æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og reipafimi . Mótssvæðið er í Kirkjufjöru Norðfirði og þar hefjast allir viðburðir. Dagskrá getur tekið breytingum, t.d. vegna þáttöku.
upplýsingar og skráning:
kayakklubburinn@gmail.com, www.123.is/kaj, einnig umræður á korkinum hjá www.kayakklubburinn.is
Aðal leiðbeinendur verða Dan Henderson og Dubside frá Bandaríkjunum. Dan hefur keppt í kappróðri fyrir Bandaríkin og Ungverjaland og er með háskólagráðu í róðrartækni á kajak (forward stroke) og Dubside er þekktastur fyrir færni í grænlenskum veltum og reipafimi. En reipafimi hefur ekki verið kennd hérlendis áður, en hana má finna á netinu undir “rope gymnastics”. Hann er m.a. að finna á myndbandinu "This is the Sea Four".
www.canoe-kayak.com og www.dubside.com
20. 5 Fimmtudagur
Félagsaðstaða og bátageymslur í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju verður opin þeim sem mæta snemma á svæðið.
21.5 Föstudagur
12-16 Róðrarnámskeið – Dan Henderson – Dubside Verð 4.000 kr
Fyrir börn, 12-18 ára. Námskeið sem tekur á meðhöndlun og samhæfingu líkama, kajaks og árar.
20-00 Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni við nýja félagsaðstöðu KAJ. Eftir grill fyrirlestrar frá Dan Henderson og Dubside
22.5 Laugardagur
8-9 Morgunverður og skipulag helgarinnar í Kirkjufjöru
9-16 Áratök – „árinni kennir illur ræðari“ Verð 12.000 kr
Leiðbeinandi Dan Henderson, unnið með þáttakendum út á sjó, áralag tekið upp á myndband af hverjum og einum, farið yfir með þáttakendum hvað þarf að laga á landi og á sjó. Nemendur læra að fá sem mest út úr hverju árataki. Er góður undirbúningur fyrir keppnir sumarsins, langróður eða einfaldlega að verða betri ræðari.
9-13 Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug Verð 5.000 kr
Leiðbeinandi Dubside og aðrir ef þörf á
Einstaklingskennsla sérsniðin að þörfum hvers og eins. Veltur fyrir byrjendur og lengra komna. Kenndar verða ýmsar útfærslur af veltum.
9-12 Fyrstu tökin Verð 3.000 kr
Leiðbeinendur meðlimir Kaj.
Námskeið fyrir byrjendur og styttra komna. Mæting í Kirkjufjöru.
14-17 Róðrarferð
Skipt niður í hópa eftir mætingu, byrjendur og styttra komna og vana ræðara. Leiðbeinendur munu stjórna ferðum, ferð ræðst af veðri og þátttöku.
14-17 Reipafimi (Greenland rope gymnastics - Qajaasaarneq) Verð5.000 kr
Leiðbeinandi Dubside. Kennt verður í kirkjufjöru og ýmsar æfingar kenndar. Reipafimi eru styrktar og jafnvægisæfingar. Góð æfing til að bæta velturnar.
20-00 Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni. Eftir grill fyrirlestur Gísli Friðgeirsson hringfari og myndasýning
23.5 Sunnudagur
8-9:30 Morgunverður félagsaðstöðu KAJ og farið yfir skipulag dagsins
9-12 Áratök Verð 6.000 kr
Leiðbeinandi Dan Henderson. Kraftur, tækni og líkamsbeiting áframhald frá deginum áður. Mæting í Kirkjufjöru.
9-13 Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug Verð 5.000 kr
Leiðbeinandi Dubside og aðrir ef þörf á
Einstaklingskennsla sérsniðin að þörfum hvers og eins. Veltur fyrir byrjendur og lengra komna. Kenndar verða ýmsar útfærslur af veltum.
14-16 Sprettróðrakeppni, veltukeppni og reipafimi
Hér er á ferðinni viðburður sem gaman er að fylgjast með. Sprettróðrarkeppnin veitir stig til Íslandsmeistaratitils. Keppt er í kvenna, karlaflokki og unglingaflokki. Krýndur verður veltumeistari Egils Rauða og reipafimimeistari.
24.5 Mánudagur
10-13 Kajakróður og reipafimi fyrir börn og unglinga Verð 4.000 kr
Leiðbeinendur Dubside og Dan Henderson. Tilvalið fyrir byrjendur að kynnast sportinu. ATH fyrir 12 – 18 ára.
12 -14 Meðlimir Kaj fara með yngri en 12 ára á kajak, mömmur og pabbar velkomnir.
Hagnýtar upplýsingar
Kostnaður:
Fjöldi fyrirtækja, samtaka hafa styrkt mótið og með þeim hætti er hægt að halda námskeiðakostnaði niðri. Verð á einstökum námskeiðum verða sett inn við fyrsta tækifæri
Námskeið:
Skráningar á námskeið hjá Ritu í síma 6643665 eða á kayakklubburinn@gmail.com
Hægt verður að greiða námskeiðin á staðnum, vinsamlegast komið með reiðufé. Það er hraðbanki í Sparisjóð Norðfjarðar ofan við mótssvæðið.
Leiðbeinendur:
Dubside, Dan Henderson, auk annarra leiðbeinanda
Sund
Sundlaug er í 100 m fjarlægð frá mótssvæði
Veitingastaðir
Hótel Egilsbúð, Kaffi Nesbær, Söluskáli Olís, Hótel Capitano, Hótel Edda.
Gistimöguleikar:
- Svefnpokapláss í nýrri félagsaðstöðu KAJ (unnið að endurbótum)
- Tjaldstæði við Snjóflóðavarnargarða, ofan við Egil Rauða
-
Hótel Capitano,
Hafnarbraut 50,
sími 477 1800/861 4747, fax 477 1501
-
Hótel Edda
Nesgötu 40
Sími: 444 4860
edda@hoteledda.is
www.hoteledda.is -
Egilsbúð,
Egilsbraut 1,
sími 477 1321, fax 477 1322,
-
Gistiheimilið Skorrastaður,
sími 477 1736, skorra@simnet.is , www.skorrahestar.123.is -
Tónspil – gisting,
Hafnarbraut 22,
sími 477 1589, netfang tonspil@tonspil.is, www.tonspil.is - Ferðaþjónustan Mjóeyri
gistiheimilli Eskifjörður www.mjoeyri.is, 477 1124