Þessa dagana er unnið að uppsetningu á öryggismyndavél fyrir utan aðstöðu klúbbsins á Geldinganesi.
Myndavélinni er beint að pallinum og útihurð að félagsaðstöðu.
Ástæða uppsetningar öryggismyndavélar er að gæta eigna klúbbsins og félagsmanna.
Aðgangur að myndefni verður í höndum umsjónarmanns vélarinnar, Sveins Elmars, og formanns húsnæðisnefndar, Indriða. Myndefni verður geymt í 90 daga eins og reglur kveða á um.
Leitað var álits Reykjavíkurborgar sem lóðareiganda og Persónuverndar sem gerðu ekki athugasemdir.
Á hurðina á félagsaðstöðunni er búið að setja upp miða sem fylgdi með vélinni þar sem segir að myndavélaeftirlit sé í gangi. Sett verða upp stærri skilti á næstunni.
Valgeir