Fyrirlestur fyrir félagsmenn í Kayakklúbbnum

 

Hvernig verður veðrið á morgun?

Fimmtudaginn 12. október kl.19:30 verður Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur með fyrirlestur um veðurfræði og veðurfar fyrir félaga í Kayakklúbbnum.

Eftir fyrirlestur Elínar ætla nokkrir félagar að segja frá kayakferðum sínum erlendis nýlega. Þeir ætla að segja okkur hvert þeir fóru, hvað þeir voru að gera, hver var kostnaður og hvaða búnað þurftu þeir að taka með.

Vonandi kveikja þessar ferðasögur hugmyndir hjá félagsmönnum hvað sé hægt að gera fyrir utan landsteinana og bæta hugmyndum í ferðasarpinn.

Hvetjum alla félaga að mæta til að fræðast um veðrið og kayakferðalög erlendis. Gjaldkerinn ætlar að splæsa í kók og prins í tilefni dagsins.

Hvað: Fyrirlestur um veðurfræði og veðurfar + kayakferðir erlendis

Hvenær: Fimmtudagur 12. október kl. 19:30

Hvar: Í húsnæði Þyts í Hafnarfirði