Eins og mörg ykkar hafa tekið eftir að þá er komin inn rukkun í netbanka ykkar á nafni Greiðslumiðlunar að fjárhæð 5.390 kr.


Þetta er rukkun frá Kayakklúbbnum sem kemur í gengum kerfið Abler.Fjárhæðin skiptist þannig að 5.000 kr. eru félagsgjald og 390 kr. er innheimtukostnaður sem skilar sér ekki til klúbbsins heldur til banka og Abler.

Eins og alltaf þegar nýjar tæknilausnir eru teknar í gagnið þá koma upp vandamál. Ég vil þakka ykkur sem hafið haft samband og bent okkur á það sem má betur fara.

Eitt vandamálið er að það standur Greiðslumiðlun en ekki Kayakklúbburinn. Að sögn Abler er unnið að uppfærslu á þessu og ættu félagsgjöld næsta árs að koma með nafni Kayaksklúbbsins á greiðsluseðli.Þá er ákveðinn hópur félagsmanna sem hefur verið að greiða fjölskyldugjald.

Við sendum út sömu rukkun kr.5.000 á alla aðila, óháð hvort þeir voru með fjölskyldugjald eða ekki. Það var ekki alveg hugsað til enda af okkar hálfu og erum við að vinna í lausn á fjölskyldugjaldinu.
Við biðjumst afsökunar á óþægindum sem þetta hefur mögulega valdið ykkur og vonandi verðum við með lausn innan skamms.

 

F.h. stjórnar
Valgeir formaður