Um síðustu helgi fór fram kappróður í Tungufljótinu. Að þessu sinni var keppt í boater cross, þar sem 3-6 ræðarar réru ákveðna braut í einu. 15 keppendur voru mættir til leiks, 3 í kvennaflokki og 12 í karla. Keppt var í 3 riðlum karla og 1 kvenna, úrslit í karlaflokki réðust svo í 6 manna úrslitariðli. Einnig var keppt í rafting crossi þar sem 3 þriggja manna áhafnir keptu á röftum í brautinni í einu. Ég á engar myndir frá keppninni en kvet þá sem voru að taka myndir að smella þeim endilega inn á netið hið snarasta.
Þetta var þriðja mót straumkayakmanna sem gildir til Íslandsmeistara og einungis er eitt mót eftir.
Keppnin í boater crossinu fór eins vel fram og hugsast gat. Í brautinni voru tvær þrautir sem þurfti að leysa og því náðu flestir keppendur. Við þrautirnar var oft mikill hamagangur, enda var þar góður staður til að taka fram úr. Í úrslita ferðinni réðst Garðar WC á Jón SunnanHeiðar og barði stefnið á báti Jóns til óbóta með rifbeinunim sínum. Við þetta lét Jón stöðva keppnina, en félagi Garðars hann Jón NorðanHeiðar rak Reyni, félaga Jóns SunnanHeiðar, niður ánna til að þreyta hann. Þarna var sem sagt grimm keppni á milli tveggja liða, KFC annarsvegar og Árbátafélagsins hinsvegar. Dómurum og kærunefnd þóttiu norðanmenn, Árbátafélagið, ganga heldur gróflega til leiks. Árbátafélagið sat hjá þegar úrslitin voru endurtekin. Keppnin var eitilhörð, Reynir var í forystu alla leiðina en Jón SunnanHeiðar náði honum á síðasta metranum og kom 50cm á undan í mark. Úrslit mótsins voru eftirfarandi.
Fyrstu riðlar karla
Nafn | Sæti |
Jón SunnanHeiðar | 1. |
Jón Árni (Lonnie) | 4. |
Jón NorðanHeiðar | 2. |
Jón Skírnir | 3. |
Reyni Óli |
1. |
Elvar Þarstarson | 3. |
Garðar WC |
2. |
Guðmundur Vigfússon |
4. |
Haraldur Njálsson | 1. |
Viktor Þór Jörgenson | 3. |
Ragnar Karl Gústafsson | 4. |
Garðar Sigurjónsson | 2. |
Úrslitin urðu svo
Nafn | Sæti |
Jón SunnanHeiðar Andrésson | 1. |
Reynir Óli Þorsteinsson | 2. |
Haraldur Njálsson | 3. |
Garðar Sigurjónsson | 4. |
Jón NorðanHeiðar Rúnarsson | 5. |
Garðar WC | 6. |
Í Kvennaflokki urðu úrslitin
Nafn | Sæti |
Tinna | 1. |
Anna Lára Steingrímsdóttir | 2. |
Heiða Jónsdóttir | 3. |
Staðan í Íslandsmeistaramótinu þegar eitt mót er eftir er:
Karlar
Nafn | Elliðaár | Rangá | Tungufljót | Heildar stig |
Ragnar Karl Gústafsson | 6 | 1 |
11 |
164 |
Jón Skírnir Ágústsson | 4 | 3 |
8 |
142 |
Haraldur Njálsson | 2 | 3 | 140 | |
Guðmundur Vigfússon | 1 | 11 | 124 | |
Jón Heiðar Andrésson | 1 |
100 |
||
Garðar Sigurjónsson | 7 | 4 | 86 | |
Reynir Óli Þorsteinsson | 2 | 80 | ||
Björn Thomas | 2 | 80 | ||
Kristján Sveinsson | 3 | 60 | ||
Stefán Karl | 4 | 50 | ||
Jón Heiðar Rúnarsson | 5 | 45 | ||
Bragi Þorsteinsson | 5 | 45 | ||
Garðar WC | 6 | 40 | ||
Elvar Þarstarson | 8 | 32 | ||
Viktor Þór Jörgenson | 8 | 32 | ||
Jón Árni (Lonnie) | 11 | 24 |
Konur
Nafn | Elliðaár | Rangá |
Tungufljót |
Heildar stig |
Tinna | 1 | 1 |
200 |
|
Anna Lára Steingrímsdóttir | 1 | 2 | 180 | |
Heiða Jónsdóttir | 2 |
3 |
140 |
|
Sigríður Magnúsdóttir | 3 | 60 |