Kalli Geir stjórnaði fundi og byrjaði á því að fara yfir skýrslu stjórnar sem lá frammi. Það var farið yfir árið 2007 og helstu atburðir reifaðir.
Guðmundur Breiðdal tók þá við og fór yfir rekstrarreikning ársins og voru þar engin stórtíðindi. Afkoman var ágæt og ekki komu fram athugasemdir við reikninga.
Því næst kom tillaga stjórnar að nýrri stjórn. Kalli Geir er að draga sig í hlé frá stjórnarstörfum og því þurfti nýjan formann og nýjan stjórnarmann. Undirritaður bauð sig fram til formanns og tillaga var gerð að Örlygur Steinn tæki nýr sæti í stjórn klúbbsins. Þetta var samþykkt einróma og ný stjórn Kayakklúbbsins er því
Páll Gestsson (formaður)
Haraldur Njálsson (varaformaður)
Guðmundur Breiðdal (gjaldkeri)
Sæþór Ólafsson (ritari)
Anna Lára Steingrímsdóttir (meðstjórnandi)
Örlygur Steinn Sigurjónsson (meðstjórnandi)
Einnig var lagt til að endurskoðandi yrði Ragnar Bogason og var það samþykkt.
Að lokum var liðurinn "önnur mál" tekinn fyrir og spunnust þar gagnlegar umræður. Það sem helst var rætt voru hin sígildu aðstöðumál klúbbsins sem má gjarna fara að gera skurk í að taka í gegn. Það verður verkefni stjórnar og húsnæðisnefndar að taka á því máli og verður gengið í það.
Auglýst var eftir tillögum um hvernig ætti að taka á þessum málum (t.d. hvað væri raunhæf staðsetning fyrir okkur), bæði til næstu ára og til framtíðar og kom ýmislegt fram. Hér með er auglýst aftur eftir hugmyndum og einnig er fólk hvatt til þess að gefa kost á sér í nefndir en klárað verður að skipa í þær á næstu dögum. Ágætis póstfang til þess arna er kayakklubbur@gmail.com
Takk fyrir mig í kvöld ...
Palli Gests