Image EFNI Í FRÉTTABRÉFIÐ ÓSKAST !

 Ágætu kayakhetjur
Hin feikiöfluga og fríða ritnefnd Kayakklúbbsins óskar hér með eftir ferðasögum, pistlum, dagbókarbrotum, hugleiðingum, uppskriftum, sögum af viðgerðarraunum, bröndurum, ferskeytlum, glæsilegum ljósmyndum og öðru sem félagsmenn í klúbbnum telja að eigi erindi í Fréttabréfið.  Vinsamlegast athugið að ritnefndin er bundin af lögum um prentrétt þar sem m.a. er lagt bann við ærumeiðingum.
Heyrst hefur að ritnefndin vilji flýta útgáfudegi sem kostur er og þess vegna er um að gera að senda ritsmíðarnar og tilheyrandi myndir sem allra fyrst.

Best er að senda efni á kayakklubbur@gmail.com

Fréttabréfskveðjur,
Ritnefndin