ImageHeimasíðan er búin að vera niðri í 3 daga núna og ástæðan var að við vorum ekki með beint samband við hýsingaraðilann að síðunni.  Ekki náðist í tengiliðinn okkar við þá og árgjaldið hafði einfaldlega ekki verið greitt.  Nú er hins vegar komið beint og hið ágætasta samband við hýsingaraðilann þannig að þetta ætti ekki að gerast aftur.

Minni á glæsilega dagskrá í Reykjanesi um Hvítasunnuhelgina 9. - 12. maí og það eru komin girnileg gistitilboð sem má sjá nánari upplýsingar um með því að smella á hér að neðan ...

Við erum búin að setja saman tilboð fyrir helgardvöl í Reykjanesi
Tilboð 1
Svefnpokagisting tvær nætur með kvöldverði, morgunverði og nesti og
hádeigisverði, krónur: 10.600. pr mann fyrir helgina

Tilboð 2
Gisting í uppábúnuherbergi með kvöldverði, morgunverði með nesti og
hádeigisverði, krónur 14.000. pr mann fyrir helgina.

A.T.H!! Tilboðin gilda eingöngu í aprí og maí.

Við vonum að einhverjir geti nýtt sér þessi tilboð.
Með bestu kveðju frá Reykjanesi
Gunnar Línberg