ImageNú eru 3 spennandi atburðir á döfinni á næstunni, eitthvað fyrir alla.

10km keppni sjókayaka verður á Sæludögum á Suðureyri laugardaginn 12. júlí.  Nánar um keppnisfyrirkomulag og dagskrá Sæludaga er að finna hér .

Dagsferð í Straumfjörð verður farin á vegum Ferðanefndar laugardaginn 12. júlí.  Frekari upplýsingar er að finna á korkinum (hér) og í Dagskránni hér á heimasíðunni.

Tungufljótskappróður verður haldinn þriðjudagskvöldið 22.júlí og er mæting fyrir ofan brúna sem liggur yfir Tungufljótið á milli Gullfoss og Geysis kl 18:30. Skráning fer fram á staðnum. Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra. Það verða nokkrir punktar sem þarf að ná og tímataka.  Fjórum þátttakendum er startað á sama tíma og endar keppnin við brúna. Ef mæting verður góð verður undankeppni og úrslit eins og í fyrra.  Það vantar bæði tímaverði og klapplið ef einhverjir geta hjálpað til.  Vonandi mæta sem flestir á eitt skemmtilegasta straumkayakmót sumarsins.

 

10km keppni á Sæludögum 2008 - Jarlsbikarinn

Varðandi Jarlsbikarinn, þá er um að ræða sprettróður milli Suðureyrar og Norðureyrar í Súgandafirði til minningar um Þorleif Guðnason sem bjó á Norðureyri á árunum 1918 -1971. Þorleifur, sem oftast var kallaður Leifi Noggi, eða Norðureyrarjarlinn, réri á milli Norðureyrar og Suðureyrar flesta daga ársins á litlum árabáti þar sem engar vegsamgöngur eru við Norðureyri. Þorleifur lést á síðasta ári og hafa aðstandendur hans ákveðið að heiðra minningu hans með því að gefa eignarbikar ár hvert í tengslum við keppnina. Önnur keppnin fer fram í ár, en síðasta ár sigraði Haraldur Njálsson  keppnina. Keppnisgjaldið er 1000 kr. Fyrir merkið sem gefur aðgang að flestum viðburðum á Sælu.  Það verður ríflega hálf falliðað þegar 10 km róðurinn  verður, lítill straumur. Veðurspáin er nokkuð góð. Vonandi sjá sem flestir sér fært að kíkja vestur hvort sem menn ætli að keppa til Íslandsmeistara eða bara prófa að koma í mark með 500 öskrandi áhorfendur, það er dáldið öðruvísi.

DAGSKRÁ SÆLUHELGAR  2008

Föstudagurinn 11. júlí:
16:00-17:00  Heimildarmynd um uppsetningu leikfél. Hallvarðs Súganda á Galdrakarlinum í OZ.   
17:00-18:00  Skothólsganga 11 ára og yngri.  Allir fá frítt nesti. Mæting á Sjöstjörnunni.
17:00-18:00  Þorpsganga undir öruggri leiðsögn Jóhanns Bjarnasonar. Mæting á Sjöstjörnunni.
19:00-22:00  Fjölskylduhátíð og grill á Sjöstjörnunni. Opnunarræða,  kynning á Sæluhelgarlaginu,  hattakeppni,  gjarðaskopp, fjárdráttur  og verðlaunaafhending.
22:00-01:00  Sæluhúsið opnar í FSÚ,  lifandi tónlist, kariokie,  barinn opinn.

Laugardagurinn 12. júlí:
12:30 -  13:00  Skráning í mansakeppni og kayakróður á höfninni.
13:00 – 15:00  Íslandsmeistaramót í kayakróðri ( 10 km.) og Jarlsróðurinn.
13:10 – 13:40  21. mansakeppni  ( 12 ára og yngri.)
15:00 – 16:30  Kassabílarallí, verðlaunaafhending. Sölutjöld verða á höfninni,  seldur verður matur og drykkir.
16:00 -  18:00  Fjallganga fyrir fullorðna á Hádegishorn með Önnu Bjarna. Mæting á Sjöstjörnu.
16:00 - 17:00   Heimildarmynd um uppsetningu leikfél. Hallvarðs Súganda á Galdrakarlinum í OZ.   
17:00 -  18:00  Brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn í Íþróttahúsinu.
21:00 -  02:00  Sæluhúsið opnar í FSÚ, lifandi tónlist, kariokie,  barinn opinn.

Sunnudagurinn 13. júlí:
11:00 -  12:00   Æfing fyrir söngvarakeppnina.
14:00 – 18:00   Sæluhátíð á Sjöstjörnunni.  Markaðstorg,  kaffisala  Ársólar,  húsdýragarður,  leiktæki, hoppukastalar,  sleggjukast,  kleinu- kanilsnúða og  harðfiskkeppni,   hinn rómaði húsmæðrafótbolti, söngvarakeppni og  verðlaunaafhending.  Umhverfisverðlaun verða veitt fyrir snyrtilegustu eignirnar  og garðana í Súgandafirði. 
18:00  Sæluslútt með viðeigandi elddansi.
21:00-24:00  Sæluhúsið opnar í FSÚ, lifandi tónlist, kariokie, barinn opinn.
Kynnt verður nýtt sæluhelgarlag “Fyrir mig og þig”,  eftir Ævar Einarsson,  texti  Óðinn  Gestsson ,  sungið af Eyrúnu Arnardóttur, í  útsetningu Hallgríms Guðsteinssonar.
Ótrúlegt en satt, sæluhelgarmerkið kostar áfram bara 1.000.kr.  og  veitir aðgang að öllum dagskrárliðum og leiktækjum hátíðarinnar, einnig aðgang að Sæluhúsinu og leiksýningunni.
Nýr sæluhelgardiskur með 10 eldri sæluhelgarlögum verður seldur um Sæluhelgina ( kr. 1.000) 
Körtubílaleiga  verður á höfninni á Suðureyri alla Sæluhelgina. 
Sjáumst á Sælu    
Kveðja Pétur Hil.