ImageStraumkayakviðburður ársins......
Hinir einu sönnu "legendary" Old boy´s ásamt gæludýrinu sínu bjóða í ofursiglingu í Hvítá 30 ágúst nk.
Við ætlum að leita uppi bátana okkar, hvort sem þeir eru orðnir að blómapottum úti í garði eða rykfallnin niðri í laugardalslaug.   Eitthvað verður dýpra á róðrar og veltukunnátunni en við látum samt vaða á þetta.
Skorum á Árabátafélagið, Team eldar, kvennfélagið Báruna, KFC, Blómabörnin, Sundfélagið og alla hina sem voru uppi á blómatíma straumróðurs á íslandi að mæta ásamt öðrum ræðurum sem bætst hafa við sl. ár (straum og sjó). 
Allir velkomnir en mottóið í ferðum Old boy´s var nr. 1,2 og 3 léttleikinn og að hafa gaman af þessu. Ekki málið að fara alltaf einhverjar dauðaflúðir þó þær hafi að vísu orðið nokkuð svaðalegar í lýsingum frá Dóra :)    Farið verður frá Brattholti þannig að þetta er ekki byrjendaferð en vanir straum og sjóræðarar fara létt með þennan róður,  við höfum meiri áhyggjur af okkur....
Kv. Bjorninn, Steini formaður, Gummi bear, Hilmar WS, Kiddi, Carlos, Jonsi og  Sjóhundurinn. (Kojac verður víst farinn til flatlendislands).