Image
1 2 og 3 - maraþon 2007
Kayakklúbburinn minnir á stórviðburði næstkomandi laugardag, þ.e. Haustródeó straumkayakmanna og Hvammsvíkurmaraþon sjóhunda.

Um er að ræða áratugsafmæli Hvammsvíkurmaraþons þannig að til mikils er að vinna þetta árið.  Ræst verður frá Geldinganesi kl. 10.00 á laugardaginn.  Gott fyrir keppendur að vera mættir tímanlega, þátttökugjald er kr.1500.
Veðurspáin er einkar hagstæð. Boðið verður uppá hressingu á leiðinni, samlokur og drykki. Í markinu verður svo boðið uppá kjötsúpu. Þátttaka í Hvammsvíkurmaraþoni er hverjum ógleymanleg.

Endanleg skipulagning fyrir Haustrodeoið er í gangi og verður tíunduð á heimasíðunni.

ÞAU SEM ERU TIL Í AÐ MÆTA OG HJÁLPA TIL Í TÍMATÖKU OG ÞESS HÁTTAR MEGA GJARNA HAFA SAMBAND VIÐ FORMANN KEPPNISNEFNDAR, runarp<hja>mbl.is  

Keppnisnefnd.