Image
Picasaweb er mjög þægileg leið til að koma myndum á netið og við erum að hugsa um að nýta okkur það ekki síður en að setja myndirnar hér á heimasíðuna.  Einnig er einfalt fyrir félagsmenn að koma myndum þangað, það er gert á eftirfarandi hátt:

Myndir eru sendar sem viðhengi á póstfangið kayakklubbur.myndir@picasaweb.com og þá fara þær beint inn á picasaweb síðuna okkar picasaweb.google.com/kayakklubbur.  Þar fara myndirnar í eins konar inbox möppu og því væri gott ef í leiðinni væri sendur póstur á kayakklubbur@gmail.com með smá lýsingu á því við hvaða tilefni myndirnar voru teknar svo stjórnandi geti sett þær upplýsingar inn með myndunum.

Nýkomnar eru þarna nokkrar myndir úr síðasta félagróðri, þ.e. hægt að nálgast þær á picasaweb.google.com/kayakklubbur