Gleðileg jól!
Næst á dagskrá í vetrarstarfinu er hin árlegi gamlársdagsróður frá geldinganesinu, mæting eins og venjulega kl.9.30 og róið af stað út í Viðey kl.10.00 með kakóbrúsann í lestinni. Síðan róa væntanlega einhverjir til baka og einhverjir eitthvað lengra eins og gengur, þannig að allir ættu að fá róður við hæfi. Einhverjir mættu með áramótahatta í fyrra og það skapar óneitanlega skemmtilega stemmingu!
Svo taka sundlaugaræfingarnar við eftir áramótin, fyrsta æfing Sunnudaginn 7 janúar kl.17.00, og er ástæða til að hvetja félagsmenn til að notfæra sér þessa frábæru aðstöðu. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að enginn kayakklúbbur í heiminum geti boðið félagsmönnum sínum uppá aðra eins aðstöðu og er í boði fyrir okkkur í laugardagslauginni yfir vetrartímann, pólóvöllur og alles!
Einhverjir ætla svo að róa á annan í jólum og kannski oftar yfir jólin og um að gera að kjafta sig saman á korknum svo að sem flestir geti verið með.
Rólegt hefur verið yfir straumræðurum undanfarið en nú hljóta þeir að fara að skella sér í elliðaárnar og æfa öll ródeómúvin, prjónið og partýtrikkin fyrir sumarið, fylgist með á korknum.