Image
Við minnum á aðalfund Kayakklúbbsins sem verður haldinn á fimmtudaginn kemur, 12. febrúar og hefst hann kl. 20.  Hann verður eins og venjulega haldinn í aðstöðu ÍSÍ (sal D), Engjavegi 6 í Laugardalnum.
 
Gott væri að heyra frá fólki sem er til í að taka þátt í margvíslegu starfi nefnda klúbbsins, en öflugar nefndir eru grunnurinn að því að klúbburinn starfi almennilega.  Upplýsingar um nefndirnar er hægt að finna á heimasíðunni okkar, með því að velja "Klúbburinn" - "Nefndir" 
 
Dagskráin verður hefðbundin,
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningsskil og árgjöld.
3. Tillögur frá stjórn og félagsmönnum.
4. Kjör stjórnar og endurskoðenda.
5. Önnur mál.