Í boði er nú undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast fara á 3* og 4* BCU námskeið á Neskaupstað í sumar. Markmiðið er að þátttakendur hafi kynnst því helsta sem BCU námskeiðin ganga út á og komi undirbúnir fyrir námskeiðin. Er námskeiðið sett upp til að aðstoða lengra komna ræðara til að taka stökkið inn í BCU heimana.

 

 

Um er að ræða helgarnámskeið þar sem farið verður í áratækni, bátameðhöndlun, rötun, björgun, hópastjórnun og skyndihjálp. Allt gert í úfnum sjó og mikið bras á dagskránni. 

 

Námskeiðsgjaldið er 12 þús kr. fyrir 2x5 klst. 

 

Að auki verður bóklegt rötunar- og búnaðarnámskeið sett upp.

 

Forkröfur eru veltukunnátta sléttum sjó og áratækni framhald EÐA sambærilegt. Ef áhugi er fyrir þessu verður námskeiðið sett upp í marslok eða aprílbyrjun. Með því ætti að gefast tími í framhaldinu fyrir þátttakendur að æfa sig áfram fram að BCU námskeiðunum fyrir austan.

 

Skráningar eru hjá Magnúsi Sigurjónssyni í msig@simnet.is.