Keppt verður í Elliðaárródeóinu 30. apríl og um Reykjavíkurbikarinn 2. maí og þar með hefst sumarstarf Kayakklúbbsins. Að þessu sinni eru útdráttarverðlaun í boði fyrir alla keppendur frá Cintamani, Sportbúðinni og 66° Norður. Rúsínan í pylsuendanum er þyrluæfing með Landhelgisgæslunni sem fer fram strax eftir að keppnin um Reykjavíkurbikarinn er afstaðin.
Elliðaárródeóið hefst klukkan 13:30 fimmtudaginn 30. apríl og mun fara fram að venju í leikholunni við rafstöðvarhúsið í Elliðaánum. Keppendur þurfa að mæta klukkan 13:00. Ródeóið er ávallt hin besta skemmtun og góð upphitun fyrir sumarsullið. Í boði eru eftirsóttir bikarar og verðlaunapeningar en einnig hefur Cintamani center Laugavegi gefið glæsileg útdráttarverðlaun.
Sumarhátíðin í Geldinganesi hefst klukkan 10 laugardaginn 2. maí þegar keppendur í Reykjavíkurbikarnum verða ræstir. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Sportbúðin og 66° Norður gefa útdráttarverðlaun. Keppendur í 10 km vegalengd þurfa að mæta á svæðið a.m.k. hálftíma fyrir keppni. Ræst er í 3 km keppninni klukkan 10:15. Eftir keppnina verður boðið upp á grillaðar pulsur og gos og hugsanlega kaffi og sætabrauð. Skráningargjald er 500 krónur.
Klukkan 12 mætir þyrla frá Landhelgisgæslunni á svæðið og mun þyrlusveitin og kayakmenn æfa björgun af sjó, m.a. verður "slasaður" kayakmaður hífður úr kayak og upp í þyrluna. Æfingin er liður í öryggisstefnu klúbbins.
Meðan á hátíðinni stendur gefst áhugasömum kostur á að prófa kayaka frá Sportbúðinni og eins og ávallt þegar keppt er um Reykjavíkurbikarinn verður boðið upp á pylsur og kók að lokinni keppni.
Elliðaárrodeo:
Keppni hefst klukkan 13:00 árdegis við holuna í Elliðaá, sem er á bak við stóra geymsluhúsið og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal föstudaginn, 30. apríl. Skráning er á staðnum.
Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í holufimi og almennum fíflagangi sem hægt er að stunda í holu í straumi. Gefin verða stig fyrir flottustu „múvin“ að mati dómara og áhorfenda. Hver keppandi fær 3 tilraunir sem eru 1,5 mínútur hver. Því er um að gera að vera með flott múv og takta og vinna hylli áhorfenda auk dómara. Leyfilegt er að róa aftur upp ef keppandi dettur úr holunni og sér fram á að ná inn aftur.
Það er hin mesta skemmtun að fylgjast með á bakkanum og að sjálfsögðu gefa stig með fagnaðarlátum og peppi. Keppnin tekur um 2 klst í mesta lagi og verður keppt í karlaflokki og kvennaflokki. Allt veitir stig til Íslandsmeistara og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma sundverðlaun ef einhver tekur sundtökin. Nýliðar eru hvattir til að mæta og spreyta sig við öruggar aðstæður.
Úr keppnisreglum:
- Skilgreining á straumkayak er eftirfarandi: Allt sem flýtur og hægt er að róa á í straumi og kemst fyrir í holunni í elliðaá.
- Allir keppendur í öllum keppnum skulu klæðast björgunarvesti með flautu, og svuntu.
Elliðaárródeó er hluti af Íslandsmeistarakeppninni og er stigagjöf með eftirfarandi hætti.
1. sæti 100 stig
2. sæti 80 stig
3. sæti 60 stig
4. sæti 50 stig
5. sæti 45 stig
6. sæti 40 stig
7. sæti 36 stig
8. sæti 32 stig
9. sæti 29 stig
10. sæti 26 stig
11. sæti 24 stig
12. sæti 22 stig
13. sæti 20 stig
14. sæti 18 stig
15. sæti 16 stig
16. sæti 15 stig
17. sæti 14 stig
18. sæti 13 stig
19. sæti 12 stig
20. sæti 11 stig
21. sæti 10 stig
22. sæti 9 stig
23. sæti 8 stig
24. sæti 7 stig
25. sæti 6 stig
26. sæti 5 stig
27. sæti 4 stig
28. sæti 3 stig
29. sæti 2 stig
30. sæti 1 stig
Ef tveir eða fleiri eru jafnir í einhverju sæti, t.d. 2 sæti, þá fá þeir allir 80 stig, þeir sem koma næstir á eftir hljóta stig samkvæmt sínu sæti. Ef 4 menn eru í 2. sæti, þá er næsti á eftir í 6. sæti og hlýtur þá 40 stig samkvæmt því.
Reykjavíkurbikarinn:
Keppnisfyrirkomulagið er hefðbundið. Boðið er upp á tvær vegalengdir; annars vegar 10 km og hins vegar 3 kílómetra. Sá keppandi sem er fyrstur að róa 10 km fær Reykjavíkurbikarinn til varðveislu í eitt ár og er það geysilega mikill heiður. Ef svo fer að karlmaður verður fyrstur í mark er einnig veittur bikar fyrir sigur í kvennaflokki og þar með er auðvitað ljóst að fari kvenmaður með sigur af hólmi fær fyrsti karlmaðurinn kvennabikarinn til varðveislu. Hver veit nema það gerist einmitt á laugardaginn?
Þátttaka í Reykjavíkurbikarnum er frábær skemmtun, hvort sem keppendur ætla að rembast við að vera meðal þeirra fremstu eða ekki. Eftir keppnina verður boðið upp á grillaðar pulsur og gos og hugsanlega kaffi og sætabrauð. Skráningargjald er 500 krónur. Blys verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.
Úr keppnisreglum:
- Skilgreining á sjókayak er eftirfarandi: Tvö skilrúm og vatnsheld hólf beggja megin mannops og lúgur á þeim báðum. Dekklínur bæði framan og aftanvið mannop og handföng fyrir fólk í sjó að halda í bæði að framan og aftan. Lengd, breidd og þyngd skiptir ekki máli.
- Allir keppendur í öllum keppnum skulu klæðast björgunarvesti með flautu, og svuntu.
- Allir keppendur skulu hafa blys meðferðis og mótshaldarar verða að sjá til þess að allir hafi aðgang að þeim á mótsstað annað hvort gefins eða til sölu á sanngjörnu verði.
- Óheimilt er að róa framhjá ræðara sem lent hefur í sjónum nema að tryggt sé að hjálp sé á næsta leiti og björgunarmenn viti örugglega af viðkomandi í sjónum.
- Keppendum er óheimilt róa í kjölfari báta sem ekki eru í keppni eða þiggja aðstoð frá þeim.
Reykjavíkurbikarinn er hluti af Íslandsmeistarakeppninni og er stigagjöf með eftirfarandi hætti.
1. sæti 100 stig
2. sæti 80 stig
3. sæti 60 stig
4. sæti 50 stig
5. sæti 45 stig
6. sæti 40 stig
7. sæti 36 stig
8. sæti 32 stig
9. sæti 29 stig
10. sæti 26 stig
11. sæti 24 stig
12. sæti 22 stig
13. sæti 20 stig
14. sæti 18 stig
15. sæti 16 stig
16. sæti 15 stig
17. sæti 14 stig
18. sæti 13 stig
19. sæti 12 stig
20. sæti 11 stig
21. sæti 10 stig
22. sæti 9 stig
23. sæti 8 stig
24. sæti 7 stig
25. sæti 6 stig
26. sæti 5 stig
27. sæti 4 stig
28. sæti 3 stig
29. sæti 2 stig
30. sæti 1 stig
Ef tveir eða fleiri eru jafnir í einhverju sæti, t.d. 2 sæti, þá fá þeir allir 80 stig, þeir sem koma næstir á eftir hljóta stig samkvæmt sínu sæti. Ef 4 menn eru í 2. sæti, þá er næsti á eftir í 6. sæti og hlýtur þá 40 stig samkvæmt því.