Frá Rúnari keppnisnefndarformanni:
Sumarhátíðin og Reykjavíkurbikarinn tókust að mínu mati sérlega vel. Keppendur
voru 23 talsins, þar af þrír í kvennaflokki. Aðstæður voru nokkuð krefjandi við
Geldinganes og fór svo að Heiða Jónsdóttir hvolfdi bátnum sem hún hafði fengið
lánaðan þar fyrir utan en var snarlega bjargað af vöskum björgunarsveitarmönnum
úr Ársæli. Við sundið fylltist Heiða jötunmóð og gerði sér lítið fyrir og vann
sinn flokk. Báturinn er reyndar af sérstaklega góðri gerð, Fransesconi Esplora
og svo vill til að hann er í minni eigu, en afrek Heiðu er engu minna fyrir
vikið.
Haraldur Njálsson hrifsaði Reykjavíkurbikarinn úr greipum Ólafs
B. Einarssonar og vóg þar með að Íslandsmeistaratign Ólafs. En keppnistímabilið
er auðvitað rétt að byrja og miðað við formið á þessum tveimur og flestum þeirra
sem sigldu í kjölfarið stefnir allt í hörkuspennandi Íslandsmeistarakeppni. Það
var augljóst af keppendum að margir höfðu æft stíft í vetur og það skilaði sér.
Aðrir hafa ekkert æft og það skilaði sér líka, sbr. að ég hafnaði í síðasta
sæti. Ég hef auðvitað mjög góða afsökun því ég var að passa upp á næstsíðasta
mann í róðrinum þar sem ég sá ekki til björgunarsveitarinnar. Þetta er mjög góð
afsökun.
Nú, hvað meira? Andinn á bakkanum var feykigóður, pylsurnar voru
á hárréttu hitastigi, pallurinn sló í gegn en það er alveg á hreinu að
þyrluæfingin setti punktinn yfir i-ið. Örlygur, sem reddaði þyrlunni á staðinn,
var tosaður upp úr sjónum og var það mál nærstaddra að hann hefði verið mjög
sannfærandi sem velktur og slasaður sjókayakmaður. Nú er hann búinn að læra
þetta þannig að það væri best að ef það þarf að kalla aftur á þyrluna að þá
verði hann hífður upp.
Þyrluæfingin þyrfti að verða fastur liður í
Reykjavíkurbikarnum. Mér líst líka vel á að ræða um samskipti við Gæslu og
björgunarsveitir. Ársæll á inni hjá okkur kayaknámskeið (laun fyrir
keppnisgæslu) og ég veit að björgunarsveitin á Kjalarnesi vill gjarnan fá slíkt
námskeið. Er ekki upplagt að boða sveitirnar á námskeið, helst í sundlaug, og
taka síðan almennilega æfingu með þeim úti á sjó? Það væri t.d. hægt að æfa
björgun í brimi. Hvernig líst öryggisfulltrúunum á það?
Keppnisnefnd
þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð og að sjálfsögðu öllum þeim sem mættu til að
fylgjast með. Þá er Sportbúðinni og 66°Norður þakkað fyrir
útdráttarverðlaunin.
Úrslit Reykjavíkurbikar 2009
1 | Haraldur Njálsson | Valley Rapier | 1:06:09 | 100 | |
2 | Ólafur B. Einarsson | Ocean X | 1:10:33 | 80 | |
3 | Hilmar Erlingsson | Nelo Viper | 1:11:00 | 60 | |
4 | Sveinn Axel Sveinsson | NDK Explorer | 1:12:59 | 50 | |
5 | Guðmundur Breiðdal | Kirton Inuk | 1:13:45 | 45 | |
6 | Páll Reynisson | NDK Explorer HV | 1:14:02 | 40 | |
7 | Ingi Sigurðsson | Hassel Explorer | 1:15:02 | 36 | |
8 | Eymundur Ingimundarson | Valley Aquanaut | 1:15:15 | 32 | |
9 | Örlygur Steinn Sigurjónsson | Lettman Godthab | 1:15:32 | 29 | |
10 | Gunnar Ingi Gunnarsson | Valley Aquanaut | 1:16:03 | 26 | |
11 | Ásgeir Páll Gústafsson | P&H Bahiya | 1:17:40 | 24 | |
12 | Páll Gestsson | Qajaq Kitiwec | 1:17:50 | 22 | |
13 | Gísli Friðgeirsson | NDK Explorer | 1:18:10 | 20 | |
14 | Hörður Kristinsson | NDK Explorer | 1:18:48 | 18 | |
15 | Viðar Þorsteinsson | NDK Explorer | 1:20:33 | 16 | |
16 | Rúnar Pálmason | Valley Nordkapp | 1:24:54 | 15 | |
10 km kvennaflokkur | |||||
1 | Heiða Jónsdóttir | Fransesconi Esplora | 1:44:55 | 100 | |
2 | Anna Lára Steingrímsdóttir | Plasmor | 1:46:04 | 80 | |
3 | Þóra Atladóttir | NDK Explorer | 1:49:25 | 60 | |
3 km karlaflokkur | |||||
1 | Guðmundur Jón Björgvinsson | 29:18:00 | |||
2 | Karl Valdimar Kristinsson | P&H Capella | 29:51:00 | ||
3 | Ingibjartur M. Barðason | P&H Capella | 30:02:00 | ||
4 | Guðni Ásgeirsson | Qajaq Kitiwec | 35:33:00 |