Image
Gísli HF á ferð út af Skipaskaga á fyrsta degi hringróðurs, annan í Hvítasunnu
Gísli H Friðgeirsson lagði af stað í hringróður réttsælis um Ísland frá Geldinganesi kl. 9 að morgni annars í Hvítasunnu, 1. júní.  Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur reynir slíkt.  Hann hefur meðferðis GPS senditæki sem sendir punkt á 10-30 mínútna fresti og má sjá framvindu róðursins hér  í beinni útsendingu.  Ekki þarf að örvænta þótt merkin hætti að berast þar sem Gísli slekkur á tækinu í pásum og náttstað til að spara rafhlöðurnar.  Sævar Helgason er reglulega í sambandi við Gísla og skrifar stutta pistla á korkinn jafn óður og má sjá þá ásamt öðru spjalli um afrek þetta hér .