Image
Jónsmessuróður Kayakklúbbsins 2008
Næst á dagskrá ferðanefndarinnar er Jónsmessuróður í Hvammsvík í Hvalfirði, n.k. þriðjudagskvöld.
Það verður ekki sama fyrirkomulag og síðustu ár, grilli og brennu sleppum við, en tökum lengri róður þess í stað.
Mæting er kl. 20:00 stundvíslega í sandfjöruna í Hvammsvík, við flotbryggjuna.
Róður hefst 20:30, róum yfir í Hvítanes, yfir í Þyrilnes, kringum Geirshólma og til baka aftur. Skoða má hvort hluti eða allur hópurinn taki ca. 1,5 km krækju yfir í Hvalstöðina.
Gera má ráð fyrir að róðurinn taki um 4 klst, en þetta eru um 13 km róður en með Hvalstöðvarkrækjunni 16 km.
Langtímaveðurspá er góð, sem þýðir að þetta er róður sem hentar öllum félögum og gestum Kayakklúbbsins sem hafa tekið byrjandanámskeið eða róið lítillega.
Minnum alla þátttakendur á öruggisstefnuna, sem er aðgengileg á vefnum okkar undir "Klúbburinn", en að sjálfsögðu verður öryggisstefnunni fylgt.
Vinsamlega bókið þátttöku með e-mail á sveinnaxel@gmail.com eða í síma 660-7002.
kveðja
Ferðanefnd Kayakklúbbsins