Image
Ein af mögrum ágætum myndum frá Guðmundi Tómassyni, http://www.flickr.com/photos/gtomasson/page1/
Tungufljótskappróðurinn tókst með miklum ágætum og mættu 16 manns til keppni í rjómablíðu og rúmlega 20° hita. Keppnin fór þannig fram að þessum 16 var skipt niður í fjóra fjögurra manna riðla og komust tveir úr hverjum riðli áfram í milliriðil. Þeir átta sem komust áfram voru Kristján Sveinsson, Thomas Altmann, Johan Holst, Garðar Sigurjónsson, Aðalsteinn Möller, Ragnar Karl Gústafsson, Haraldur Njálsson og Guðmundur Kjartansson. Þessum átta ræðurum var skipt í tvo fjögurra manna riðla og var mjög hart barist í milliriðlinum og sáust oft stórgóð tilþrif í baráttunni um bestu staðina í flúðunum. Þessum átta vegnaði að sjálfsögðu misvel í baráttunni en þeir sem komust áfram úr milliriðlum voru Johan Holst, Ragnar Karl Gústafsson, Aðalsteinn Möller og Thomas Altmann. Það er skemmst frá því að segja að menn börðust eins og ljón niður alla brautina og var mjög stutt á milli keppenda í lokamarkinu.

Mikill fjöldi áhorfenda mætti á keppnisstað enda var mikið lagt upp úr því að fólkið sem er að vinna á Drumbó hefði tækifæri til að mæta og keppa og hófst keppnin því ekki fyrr en um kl 18:30 og er það tímasetning sem var ákveðin í samráði við starfsfólkið á Drumbó.
Að keppni lokini fór mikill fjöldi af keppendum og aðdáendum þeirra á Drumbó og áttu þar saman góðar stundir fram undir morgun í glimmrandi sumarblíðu. Er það mál manna og kvenna að þessi tímasetning sé mjög góð fyrir þessa keppni og verður því unnið að því að hafa hana aftur á sama tíma á sama stað að ári.

Kvennaflokkur
1. sæti Heiða Jónsdóttir

Karlaflokkur
1. sæti Ragnar Karl Gústafsson
2. sæti Aðalsteinn Möller
3. sæti Thomas Altmann
4. sæti Johan Holst

5. - 8. sæti
Haraldur Njálsson
Guðmundur Kjartansson
Kristján Sveinsson
Garðar Sigurjónsson

8. - 15. sæti
Guðmundur Jón Björgvinsson
Stefán Karl Sævarsson
Paul Siratovich
Elvar Þrastarson
Þorlákur Jón Ingólfsson
Raggi*
Eiríkur*

Keppnisstjórn:
Guðmundur Jón Björgvinsson
Aðstoðarmenn:
Haraldur Njálsson og Heiða Jónsdóttir

*Vantar fullt nafn. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þau á runar.palmason@gmail.com

Staðan í Íslandsmeistarakeppninni er sem hér segir:

 

Karlaflokkur Elliðaárródeó Tungufljót Samtals
Ragnar Karl Gústafsson 80 100 180
Haraldur Njálsson 100 45 145
Stefán Karl Sævarsson  60 29 89
Aðalsteinn Möller
80 80
Guðmundur Jón Björgvinsson  45 29 74
Thomas Altmann
60 60
Beggi 50
50
Johan Holst
50 50
Andri Þór Arinbjörnsson 45
45
Guðmundur Kjartansson
45 45
Kristján Sveinsson
45 45
Garðar Sigurjónsson
45 45
Örlygur Steinn Sigurjónsson 36
36
Paul Siratovich
29 29
Elvar Þrastarson
29 29
Þorlákur Jón Ingólfsson
29 29
Ragg
29 29
Eiríkur
29 29
Kvennaflokkur Elliðaárródeó Tungufljót Samtals
Heiða Jónsdóttir 80 100 180
Anna Lára Steingrímsdóttir 100
100